Le Boreal og Perla

Skemmtiferðaskipið Le Boreal kom til Húsavíkur í gær en skipið tekur hátt í 300 farþega.

Le Boreal og Perla
Almennt - - Lestrar 350

Le Boreal og Sylvía.
Le Boreal og Sylvía.

Skemmtiferðaskipið Le Boreal kom til Húsavíkur í gær en skipið tekur hátt í 300 farþega.

Le Boreal er hið glæsilegasta skip, smíðað á Ítalíu árið 2010 fyrir franska útgerð.

Þrátt fyrir að vera í minni kantinum má m.a. finna þar um borð stóran sýningarsal, veitingastaði og líkamsræktarsal.

Þá kom dýpkunarskipið Perla til Húsavíkur um helgina. Mikill sandburður er í höfninni og hóf Perla að dæla upp sandi í innsiglingunni í fiskihöfnina.

Þegar Perla lýkur verki hér á Húsavík fer hún í það að dæla sandi úr höfninni á Kópaskeri.

Le Boreal

Bleiki Pardusinn, Le Boreal og Bjössi Sör.

Le Boreal

Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal við Bökugarðinn.

Perla

Perla í Húsavíkurhöfn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744