Kyrrsetningu á flugvél Ernis hefur verið aflétt

Isavia og Flugfélagið Ernir hafa náð samkomulagi um uppgjör vegna ógreiddra notenda- og flugleiðsögugjalda félagsins innanlands.

Kyrrsetningu á flugvél Ernis hefur verið aflétt
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 248

Kyrrsetningu á TF ORI hefur verið aflétt
Kyrrsetningu á TF ORI hefur verið aflétt

Isavia og Flugfélagið Ernir hafa náð samkomulagi um uppgjör vegna ógreiddra notenda- og flugleiðsögugjalda félagsins innanlands. 

Kyrrsetningu á flugvél Flugfélagsins Ernis hefur því verið aflétt. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu Isavia og Flugfélagsins Ernis.

Isavia og Flugfélagið Ernir fagna því að niðurstaða hafi fengist í málið og binda vonir við áframhaldandi farsælt samstarf félaganna.


640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744