Kvenfélagið Hvöt á Þórshöfn gefur veglega gjöf til kaupa á búnaði í sjúkrabíl

Kvenfélög landsins hafa í gegnum tíðina verið dyggir stuðningsaðilar góðra málefna og Kvenfélagið Hvöt á Þórshöfn er þar engin undantekning.

Frá afhendingu gjafabréfsins. Lj. hsn.is
Frá afhendingu gjafabréfsins. Lj. hsn.is

Kvenfélög landsins hafa í gegnum tíðina verið dyggir stuðningsaðilar góðra málefna og Kvenfélagið Hvöt á Þórshöfn er þar engin undantekning.

Um páskana afhenti stjórn félagsins myndarlega gjöf til kaupa á búnaði í sjúkrabílinn og tóku sjúkrabílstjórar á Þórshöfn ánægðir við framlaginu, kr. 500.000, sem kemur sér afar vel, að þeirra sögn.

Á heimasíðu HSN segir að kvenfélagið Hvöt hafi jafnan unnið óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins á Þórshöfn og fær félagið bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Kvenfélagi Hvöt gaf veglega gjöf

Sjúkraflutningamennirnir Þorsteinn Egilsson og Júlíus Sigurbjartsson taka við gjafabréfi frá Kvenfélaginu Hvöt en það afhentu stjórnarkonurnar Hildur Aðalbjörnsdóttir, Heiðrún Óladóttir og Hrafngerður Ösp Elíasdóttir. Ljósmynd hsn.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744