Kristjana Freydís sigurvegari Tónkvíslarinnar 2018

Kristjana Freydís vann Tónkvíslina 2018, söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum sem fram fór um síðustu helgi í íþróttahúsinu á Laugum.

Kristjana Freydís sigraði Tónkvíslina.
Kristjana Freydís sigraði Tónkvíslina.

Kristjana Freydís vann Tónkvíslina 2018, söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum sem fram fór um síðustu helgi í íþróttahúsinu á Laugum.

Hún söng lagið „Before he cheats“.

Þórdís Petra varð í öðru sæti með lagið „Love on the brain“ og Eyþór Kári hreppti þriðja sætið með lagið „This love“.

Kristjana Freydís verður þar með fulltrúi Framhaldsskólans á Laugum í söngkeppni Framhaldsskólana.

Hafdís Inga úr Borgarhólsskóla vann grunnskólahlutann með laginu „All of me“. Elísa, einnig úr Borgarhólsskóla, varð í öðru sæti með lagið „My kind of woman“ og Marge Alavere Stórutjarnaskóla, varð í þriðja sæti með lagið „Hallelujah“.

Flutningur Þórdísar Petru á laginu „Love on the brain“ var síðan valið vinsælast atriðið í símakosningu meðal áhorfenda.

Sjá nánar á 641.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744