Kristján Þór tekinn við sem sveitarstjóri

Kristján Þór Magnússon er tekinn við sem sveitarstjóri í Norðurþingi en hann hóf sl. föstudag.

Kristján Þór tekinn við sem sveitarstjóri
Almennt - - Lestrar 566

Friðrik býður sveitarstjórann velkominn til starfa
Friðrik býður sveitarstjórann velkominn til starfa

Kristján Þór Magnússon er tekinn við sem sveitarstjóri í Norður-þingi en hann hóf störf sl. föstu-dag.

640.is lék forvitni á að vita hvernig fyrstu dagarnir í stólnum hafi gengið fyrir sig.

“Ekki er hægt að segja annað en að maður fái ákveðna eldskírn svona fyrstu dagana.

Á degi þrjú hafði ég þegar setið þrjá Almannavarnanefndarfundi og sinnt verkefnum þeim tengdum og snúa að sveitarfélaginu. Vissulega frábært að fá að kynnast strax því flotta og faglega starfi sem strax er hrundið af stað við þær óvissuaðstæður sem uppi eru núna þrátt fyrir að maður haldi enn í vonina um að atburðirnir við Bárðarbungu fari einfaldlega að róast.

Í öllu falli hef ég strax frá fyrsta degi séð það hversu geysilega fjölbreytt starfið getur reynst hef ég m.a. fundað um áhugaverð mál sem tengjast atvinnuuppbyggingu á Húsavík, tekið á móti sendiherra Bandaríkjanna, setið almannavarnanefndarfundi fyrir hönd sveitarfélagsins, heyrt í bændum og íbúum í Keldihverfi og Öxarfirði, rætt mögulega framtíð sorphirðumál ofl. ofl.

Svo er það þannig að við höfum á að skipa fullt af flottu fólki hjá Norðurþingi sem ég er bara rétt að byrja að kynnast og hlakka til að vinna með en verkefnin eru mörg framundan og glíman við að leysa þau verður skemmtileg. Það eitt er víst". Sagði Kristján Þór.

Kristján Þór Magnússon

Kristján Þór mætti með hnallþóru mikla þegar hann hóf störf á nýja vinnustaðnum og tók Kiddi Óskars þessa mynd við það tækifæri.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744