Komu fyrir gestabók á Kollufjalli

Á kosningardaginn fór Ferðafélagið Norðurslóð í göngu upp á Kollufjall og kom þar fyrir gestabók.

Komu fyrir gestabók á Kollufjalli
Almennt - - Lestrar 2984

Gestabókinni komið fyrir. Lj. Olga Gísladóttir.
Gestabókinni komið fyrir. Lj. Olga Gísladóttir.

Á kosningardaginn fór Ferðafélagið Norðurslóð í göngu upp á Kollufjall og kom þar fyrir gestabók. 

Frá þessu segir á fréttasíðu Kópasker og nágrennis en Kollufjall hefur verið valið í verkefnið "Fjölskyldan á fjallið" þetta árið.  

UMFÍ og HSÞ sem standa fyrir verkefninu og verður gestabókin í kassa sem er við vörðu á fjallstoppnum í allt sumar. 

Af Kollufjalli er gott útsýni yfir Núpasveit, í vestri er Axarfjörðurinn/Öxarfjörðurinn og sést vel til Tjörness og Kinnafjalla. Í góðu skyggni er hægt að sjá allt vestur á Hornstrandir. 

Í norðaustri og austri eru Leirhafnarfjöll og Hólaheiði.

Þetta er ekki erfið ganga, um 100 m hækkun og er fólk hvatt til að ganga í sumar upp á fjallið og skrifa nafn sitt í gestabókina.  

Töluvert slagveður var á göngufólki en það lét veðrið ekki aftra sér og hér má sjá myndir sem Olga Gísladótti tók í ferðinni.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744