Kiwanismenn afhentu sjö ára börnum reiđhjólahjálma

Sumariđ minnti á sig í dag ţegar Kiwanisklúbburinn Skjálfandi afhendi 7 ára börnum á Húsavík reiđhjólahjálma og bauđ gestum í grill og kaffi.

1. bekkingar Borgarhólsskóla međ hjálmana sína.
1. bekkingar Borgarhólsskóla međ hjálmana sína.

Sumariđ minnti á sig í dag ţegar Kiwanisklúbburinn Skjálfandi afhenti 7 ára börnum á Húsavík reiđhjólahjálma og bauđ gestum í grill og kaffi. 

Ţetta hefur veriđ árlegur viđburđur hjá klúbbnum til margra ára en ţetta verkefni Kiwanishreyfingarinnar er í samstarfi viđ Eimskip í ár eins og undanfarin ár.

Viđ Skjálfandafélagar notum ţetta tćkifćri og höldum hátíđlegan Hjálmadag međ léttu og fróđlegu ívafi og er öllum 7 ára börnum  á Húsavík ásamt forráđamönnum  bođiđ í heimsókn í Kiwanishúsiđ. Lögreglan mćtir á stađinn til ađ leiđbeina um notkun hjálmanna, frćđir börnin í leiđinni um umferđareglur og brýnir fyrir ţeim ađ fara varlega í umferđinni og gleyma ekki ađ nota hjálmanna ţegar fariđ er út ađ hjóla.

Ţá er Eimskip á  stađnum međ fulltrúa og flutningatćki vel merktum til ađ minna á sinn ţátt í verkefninu.

Ađ lokum var svo viđstöddum bođiđ til grillveislu ţar sem allir fengu pylsur međ öllu tilheyrandi. Ţetta er einstaklega gefandi og skemmtilegt verkefni sem er Kiwanishreyfingunni og Eimskip til mikils sóma og viljum viđ Skjálfandafélagar ţakka öllum ţeim sem koma ađ ţessu verkefni međ okkur, en t.d. Norđlenska gaf allar pylsurnar eins og undanfarin ár,  pylsubrauđin voru frá Heimabakaríinu og međlćtiđ frá Olís. Fullorđna fólkinu var bođiđ inn í kaffi og spjallađ  m.a. rćtt um Kiwanis, störf Skjálfanda og verkefni ţeirra í ţágu nćrsamfélagsins í gegnum árin.

Mćting var góđ og sumariđ minnti rćkilega á sig, ţví í dag hlýnađi verulega og sólin skein glatt, og gat afhendingin fariđ fram úti á planinu viđ Kiwanishúsiđa, öll börnin í 1. bekk mćttu og međ forráđönnum voru gestir yfir 70.

Hjálmum til 7 ára barna í grunnskólunum hér í nágrenninu, ţ.e. allt austur á Ţórshöfn, verđur dreift nćstu daga og njóta Skjálfandafélagar ađstođ Eimskips og lögreglunnar viđ ţađ.

26.04.2017/EgO

Hér koma nokkrar myndir sem ljósmyndari 640.is tók í dag og međ ţví ađ smella á ţćr er hćgt ađ fletta ţeim og skođa í stćrri upplausn.

Hjálmadagur Kiwanis

Hjálmadagur Kiwanis

Hjálmadagur Kiwanis

Hjálmadagur Kiwanis

Hjálmadagur Kiwanis

Hjálmadagur Kiwanis

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744