Keldhverfingar kvöddu jólin með brennu og grímuballi

Keldhverfingar kvöddu jólin á Þrettándanum með brennu í Sandvíkinni við Lónin.

Frá Þrettándabrennunni við Lónin.
Frá Þrettándabrennunni við Lónin.

Keldhverfingar kvöddu jólin á Þrettándanum með brennu í Sandvíkinni við Lónin. 

Það var Ungmennafélagið Leifur heppni sem stóð að Þrettánda-gleðinni og samkvæmt hefð í sveitinni var grímuball í Skúlagarði að brennu lokinni.

Á fésbókarsíðu ungmenna-félagsins segir að ekki hafi verið haldin Þrettándabrenna í nokkur ár og  Ólafur Jónsson bóndi á Fjöllum eigi heiðurinn af því að hafa endurvakið hana af værum blundi.

Meðfylgjandi mynd er af Fésbókarsíðu Ungmennafélagsins Leifs heppna.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744