Jónasína sýnir í Safnahúsinu

Um síðustu helgi var opnuð málverkasýning Jónasínu Arnbjörnsdóttur, "Hugarflug" á neðstu hæð Safnahússins á Húsavík.

Jónasína sýnir í Safnahúsinu
Almennt - - Lestrar 549

Jónasína við eitt verka sinna. Lj. HJ
Jónasína við eitt verka sinna. Lj. HJ

Um síðustu helgi var opnuð málverkasýning Jónasínu Arnbjörnsdóttur, "Hugarflug" á neðstu hæð Safnahússins á Húsavík.

Hugarflug er fyrsta einkasýning hennar en áður hefur hún tekið þátt í samsýningum í “Deiglunni”  á Akureyri 2017. “Watercolour Connections” í Norræna Húsinu frá 11. nóv. - 23. jan.2018.

Auk þess tók hún þátt í samsýningu nemenda í Símey 2015.

Í sumar, um óákveðinn tíma, er sýning á vatnslitaverkum hennar í Golfskálanum Jaðri á Akureyri sem ber yfirskriftina “ÁTJÁN HOLUR. Þar er eingöngu um að ræða átján myndir af flötum vallarins og næsta nágrenni.

Jónasína Arnbjörnsdóttir er fædd í Þingeyjarsveit árið 1945 og segist aðspurð alltaf hafa haft gaman af allskyns listsköpun s.s myndlist, tónlist, blómaskreytingum, ljósmyndum og höggmyndalist svo eitthvað sé nefnt.

"Sem barn og unglingur gekk mér ofurvel að teikna og fannst það mjög skemmtilegt en svo týndist tíminn". Segir Jónasína en eftir að hún fluttist til Akureyrar 1990 hefur hún sótt námskeið í Myndlistarskóla Akureyrar sem samanstóð af teikningu, olíumálun og vatnslitun.

Árið 2013 sótti hún skóla í Símey, sem bar yfirskriftina “Fræðsla í formi og lit" þar sem áhersla var lögð á teikningu og meðferð akríl- og vatnslita. Það voru fjórar annir og frá þeim tíma hefur hún sótt nokkur vatnslitanámskeið.

Sýningin verður opin alla daga fram til 28. júlí.

Jónasína Arnbjörnsdóttir

 



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744