Jónas Egilsson var kjörinn formaður HSÞ

Jónas Egilsson Ungmennafélagi Langnesinga var í dag kjörinn formaður HSÞ á ársþingi sambandsins sem fram fór í Ýdölum í Aðaldal.

Jónas Egilsson var kjörinn formaður HSÞ
Íþróttir - - Lestrar 641

Jónas Egilsson var kjörinn formaður HSÞ í dag.
Jónas Egilsson var kjörinn formaður HSÞ í dag.

Jónas Egilsson Ungmennafélagi Langnesinga var í dag kjörinn formaður HSÞ á ársþingi sambandsins sem fram fór í Ýdölum í Aðaldal. 

Jónas tekur við formennsku í HSÞ af Anítu Karin Guttesen sem gengt hefur formannsembættinu sl. þrjú ár.

58 þingfulltrúar frá 20 aðildarfélögum HSÞ sátu ársþingið sem er afar góð mæting. Aðeins vantaði þingfulltrúa frá tveimur aðildarfélögum HSÞ.

Þingfulltrúar samþykktu m.a. tillögu um mótun íþrótta og æskulýðsstefnu HSÞ – „Æfum alla ævi“ og einnig var samþykkt tillaga þar sem nýkjörin stjórn HSÞ er hvatt til þess að vinna að því að gera HSÞ að fyrirmyndarhéraði innan UMFÍ.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744