Jónas Egilsson ráđinn sveitarstjóri Langanesbyggđar

Sveitarstjórn Langanesbyggđar samţykkti á fundi sínum í gćr, 26. mars sl., ađ ráđa Jónas Egilsson sem sveitarstjóra út kjörtímabiliđ.

Ţorsteinn Ćgir Egilsson th. og Jónas Egilsson.
Ţorsteinn Ćgir Egilsson th. og Jónas Egilsson.

Sveitarstjórn Langanesbyggđar samţykkti á fundi sínum í gćr, 26. mars sl., ađ ráđa Jónas Egilsson sem sveitarstjóra út kjörtímabiliđ.

Frá ţessu er greint á heimasíđu Langanesbyggđar en eins og kunnugt er lét Elías Pét­urs­son af störfum sem sveitarstjóri fyrr í vetur. Hann hafđi gegnt starfinu í sex ár.

 „Hann hefur starfađ sem skrifstofustjóri sveitarfélagsins og stađgengill sveitarstjóra frá í febrúar 2017 og leyst fyrrverandi sveitarstjóra af frá ţví um miđjan desember sl. og er ţví flestum hnútum sveitarfélagsins kunnugur. Auk ţess hefur hann reynslu af stjórnum og sveitarstjórnarmálum,“ sagđi Ţorsteinn Ćgir Egilsson oddviti af ţessu tilefni. Jafnframt lýsti hann tilhlökkun sinni međ ađ starfa međ nýjum sveitarstjóra.

 Jónas lauk BA prófi í stjórnmálafrćđi frá San José State University áriđ 1985 og MA prófi í alţjóđlegum samskiptum tveimur árum síđar frá University of San Diego. Hann starfađi í 13 ár sem framkvćmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuđborgarsvćđinu og var framleiđstjóri Flúđasveppa um skeiđ. Hann var formađur Frjálsíţróttasambandsins í um áratug og framkvćmdastjóri í fimm ár, auk ţess sem hann átti sćti í stjórn Frjálsíţróttasambands Evrópu í átta ár. Ţá hefur hann sinnt fjölbreyttum ráđgjafa- og félagsstörfum um árabil. 

 

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744