Jóna áfram formaður DVF innan Framsýnar

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var haldinn fimmtudaginn 28. janúar.

Jóna áfram formaður DVF innan Framsýnar
Almennt - - Lestrar 300

Jóna formaður og Jónína varaformaður.
Jóna formaður og Jónína varaformaður.

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var haldinn fimmtudaginn 28. janúar. 

Þrátt fyrir dræma mætingu voru góðar umræður um kjaramál, verslun og þjónustu á Húsavík sem var umræðuefni kvöldsins.

Gestur fundarins var Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar sem fór yfir nýjan kjarasamning sem nýverið var undirritaður og kemur til atkvæðagreiðslu í febrúar. Hann kynnti einnig fyrirhugaðar breytingar Samkaupa á Húsavík en á vordögum munu þeir opna endurbættar verslanir undir merkjum Nettó (áður Úrval) og Kjörbúðar (áður Kaskó)
 
Þá fóru fram stjórnarkjör og er stjórn deildarinnar þannig skipuð: Jóna Matthíasdóttir formaður, Jónína Hermannsdóttir og Birgitta Bjarney Svavarsdóttir og í varastjórn sitja Emilía Aðalsteinsdóttir og Þórunn Ágústa Kristjánsdóttir. (framsyn.is)

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744