Jómfrúarferð TF-ORI til Húsavíkur í dag

Ánægjulegt skref var stigið í samgöngumálum til Húsavíkur í dag þegar ný 32 sæta skrúfuþota Flugfélagsins Ernis fór í sína jómfrúarferð undir stjórn

Jómfrúarferð TF-ORI til Húsavíkur í dag
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 511

TF-ORI lendir á Húsavíkurflugvelli síðdegis í dag.
TF-ORI lendir á Húsavíkurflugvelli síðdegis í dag.

Ánægjulegt skref var stigið í samgöngumálum til Húsavíkur í dag þegar ný 32 sæta skrúfuþota Flugfélagsins Ernis fór í sína jómfrúarferð undir stjórn Þráins Hafsteinssonar flugstjóra.

Vélin lenti í Aðaldal síðdegis og var vel tekið á móti henni sem og farþegum og áhöfn. Norðurþing bauð viðstöddum upp á tertu sem Örlygur Hnefill Örlygsson forseti bæjarstjórnar sá um að skera.

Hörður Guðmundsson for­stjóri Flug­fé­lags­ins Ern­is tók til máls sem og fleiri, t.am. Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri Norðurþings og Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar.

"Þetta ein hraðfleyg­asta skrúfu­vél­in á markaðnum í dag. Hún er því mjög fljót í för­um, þykir farþega­væn og er hljóðlát. Það má því í raun segja að þetta sé Rolls­inn í þess­um flokki flug­véla,“ seg­ir Hörður um þessa nýju viðbót við flota fé­lags­ins en hún var keypt sl. vor. 

Vélin er af gerðinni Dornier 328-100 og ber ein­kenn­is­staf­ina TF-ORI. Vélin var fram­leidd árið 1998 en kom hún hingað til lands um mánaðamót­in maí-júní og hef­ur frá þeim tíma verið unnið að því að koma vél­inni inn í kerfi fé­lags­ins og þjálfa bæði flug­menn og flug­virkja.

TF ORI

TF-ORI kemur inn á flughlaðið á Húsavíkurflugvelli.

TF ORI

Þetta var í fyrsta skipti í sögu Ernis sem flugfreyja var um borð og það reyndar tvær í þessu fyrsta flugi. Unnur Gunnarsdóttir og Ásbjörg Morthens heita þær og á myndinni er Unnur nýbúin að opna hurð vélarinnar.

TF ORI

TF ORI á flughlaðinu.

TF ORI

Eigendur Flugfélagsins Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir.

TF ORI

Forseti bæjarstjórnar Norðurþings sá um skera tertuna sem sveitarfélagið bauð upp á í tilefni komu TF ORI.

TF ORI

 TF ORI tilbúin til brottfarar frá Húsavíkurflugvelli í Aðaldalshrauni en þess má geta að 17. desember nk. verða sextíu og eitt ár liðin síðan áætlunarflug til Húsavíkur hófst.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744