Jólahreingerningar í kirkjunni

Guðbergur Rafn Ægisson, meðhjálpari og kirkjuvörður Húsavíkurkirkju, var hátt uppi þegar ljósmyndari 640.is kom í kirkjuna í dag.

Jólahreingerningar í kirkjunni
Almennt - - Lestrar 613

Guðbergur Rafn Ægisson, meðhjálpari og kirkjuvörður Húsavíkurkirkju, var hátt uppi þegar ljósmyndari 640.is kom í kirkjuna í dag.

Hann var þá að ljúka við að skipta um perur ásamt því að hreinsa ljósakrónurnar í lofti kirkjuskipsins en þær eru fimm talsins.

Aðspurður hvort þetta væru jólahreingerningar sagðist Guðbergur gera þetta einu sinni á ári og þá á þessum tíma. Það mætti því alveg kalla þetta jólahreingerningar.

Guðbergur Rafn Ægisson

Ljós kirkjunnar voru endurnýjuð árið 2000 og voru þá settar upp fjórar ljósakrónur frá Noregi í stíl við aðra stærri sem Kvenfélag Húsavíkur gaf árið 1933. Hér er Guðbergur að ljúka við að skipta um perur í henni eftir að hafa fægt hana og pússað.

Guðbergur Rafn Ægisson

Kirkjuvörðurinn Guðbergur Rafn Ægisson hátt uppi í kirkjuskipinu.

Húsavíkurhöfn

Húsavíkurkirkja á fyrsta sunnudegi á Aðventunni 2017.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744