Jói og stelpurnar Íslandsmeistarar Pepsi deildar 2012

Þór/KA varð Íslandsmeistari Pepsi-deildar kvenna í fyrsta skipti í sögu deildarinnar eftir frækinn 9-0 sigur á Selfossi í gærkvöldi. Fyrir leik var ljóst

Jói og stelpurnar Íslandsmeistarar Pepsi deildar 2012
Íþróttir - - Lestrar 634

Þór/KA varð Íslandsmeistari Pepsi-deildar kvenna í fyrsta skipti í sögu deildarinnar eftir frækinn 9-0 sigur á Selfossi í gærkvöldi. Fyrir leik var ljóst að með sigri myndu stúlkurnar landa titlinum og kláruðu þær verkefni sitt sannarlega með stæl.

Það væri svosem ekki í frásögur færandi hér á 640.is nema fyrir þá staðreynd að Húsvíkingurinn Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfar liðið. Jói tók við liðinu síðastliðið haust og hefur því tekist að landa dollunni á sínu fyrsta tímabili. Áður fyrr þjálfaði Jói meistaraflokk kvenna hjá Völsungi árin 2008-2009 og meistaraflokk karla árin 2009-2011 ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins.

5

,,Það er einfaldlega ekki hægt að lýsa þessu! Þetta er svo ólýsanleg tilfinning að það hálfa væri hellingur! Það hefur farið gríðarleg vinna í þetta tímabil og að sjá stelpurnar uppskera svona ríkulega er bara algjörlega ótrúlegt! Maður á bara ekki til orð. Liðið missti mjög marga leikmenn síðasta haust en við styrktum okkur mjög skynsamlega og það verður bara að segjast að uppskriftin gekk fullkomlega upp að þessu sinni. Hópurinn var gríðarlega þéttur strax frá byrjun og liðið algjörlega klárt að takast á við toppbaráttuna frá fyrstu mínútu. Þetta var alveg geðveikt,” sagði Jóhann Kristinn í samtali við 640.is.

,,Það er ekki til uppskrift af velgegngni. Þú þarft að ná í hana og hún fæst ekki nema hópurinn sé klár með þér. Hópurinn í ár var akkúarat það sem við þurftum og því fór sem fór. Við höfum fengið „skemmtilega“ umfjöllun í sumar og það hefur bara hert okkur. Litla, óskiljanlega liðið situr efst á töflunni þegar einn leikur er ennþá óspilaður. Það er alvöru heppni!”

1

En hvert er framhaldið hjá Jóa?
,,Framhaldið er örugglega magnað. Það þurfa allir að laga ýmislegt. Bæði þjálfarar og leikmenn. Hverjir sem taka þátt í því hjá Þór/KA kemur svo bara í ljós. En það er klárt að það er heppinn hópur sem tekur þátt í því verkefni,”
sagði Jói að lokum.

Völsungar eiga þó enn fleiri fulltrúa í hópnum en Húsvíkingurinn Hafrún Olgeirsdóttir spilar með liðinu ásamt þeim Hamrasystrum Gígju Valgerði og Örnu Benný Harðardætrum. Með liðinu leika einnig Elva Marý Baldursdóttir sem spilaði með Völsungi 2008-09 og 2011 sem og Helena Rós Þórólfsdóttir árið 2011.

2

640.is og Græni Herinn óskar þeim öllum innilega til hamingju með fallegan og verðskuldaðan deildarsigur!


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744