Jakobsvegurinn – Ferðasaga, lokaspretturinn

Þegar við hjóluðum af stað frá Samos eftir góða nótt í munkaklaustrinu var svarta þoka og skyggnið aðeins nokkrir metrar.

Jakobsvegurinn – Ferðasaga, lokaspretturinn
Fólk - - Lestrar 2215

Vinkonurnar við kirkjuna í Copostela.
Vinkonurnar við kirkjuna í Copostela.

Þegar við hjóluðum af stað frá Samos eftir góða nótt í munka-klaustrinu var svarta þoka og skyggnið aðeins nokkrir metrar.

Við fórum í gegnum nokkur lítil þorp og einn aðeins stærri bæ sem heitir Sarria en allt var þetta í þoku.

Þoka í Samos.

Morgunþoka í bænum Samos.

Skyggni lítið.

Skyggnið var ekki mikið þennan morguninn.

Um hádegisbil á ellefta degi ferðalagsins komum við til bæjarins Portomarín sem er frægur fyrir það að árið 1962 var þessu þorpi sökkt og gert uppistöðulón fyrir raforku. Við stoppuðum góða stund í þessum bæ og fengum okkur hádegismat og þegar við lögðum af stað aftur hafði þokunni létt og sólin  fór að ylja okkur aftur eins og hún hafði gert alla leiðina.

Portomarín.

Sjá má húsarústir eftir gamla þorpið.

Portomarín.

Gamla brúin sem fór alveg á kaf á sínum tíma.

Kirkjan í Portomarín.

Kirkjan úr þorpinu var flutt stein fyrir stein upp á hæðina og endurreist þar sem nýr bær var byggður.

Þegar leið á daginn fór á leka úr afturdekkinu á hjólinu mínu þar sem ventillinn hafði eitthvað skekkst, og þar sem ég og pumpan sem við vorum með náðum ekki að vinna saman fengum við fyrst aðstoð hjá ungum og sætum spánverjum sem pumpuðu fyrir mig. En það dugði nú bara í klukkutíma, þá hittum við gamla hollendinga sem pumpuðu fyrir mig og kenndu mér jafnframt á mína pumpu. Eftir það pumpaði ég nokkrum sinnum eða allt þar til ég braut pumpuna. Við vorum  að vona að við næðum til bæjarins Arzúa um kvöldið en sáum nú að það myndi ekki ganga þar sem ég var alveg komin á felguna. En þegar við komum í þorpið A Portela fundum við gistiheimili en þar var allt orðið fullt. En þarna hittum við yndislegt fólk sem vildi allt fyrir okkur gera, hann Jack frá Ameríku sem bauðst til að gera við hjólið fyrir mig og húsfreyjan á gistiheimilnu hringdi á næsta gististað 200 metrum fjær og reddaði okkur herbergi þar.

Dekkjaviðgerðin.

Hann Jack sem er slökkviliðsmaður frá Bandaríkjunum skipti um slöngu fyrir mig og pumpaði aftur í dekkið.

Gert við hjólið.

Gestir á gistiheimilinu komnir út að fylgjast með.

Vegvísir á Jakobsvegi.

5o,5 km eftir til santiago de Compostela.

Þegar við komum á þetta litla gistiheimili hittum við mæðgur og vinkonu þeirra  frá Suður Afríku sem höfðu komist til Arzúa en þar var víst ekki hægt að fá eitt einasta gistipláss svo þær voru komnar til baka. Þannig að við vorum bara ánægðar með að hafa lent í þessum vandræðum og ekki komist lengra.

Kvöldmatur í A Portela.

Pílagrímakvöldverður á gistiheimilinu.

Dagur 12.

Fórum sælar og glaðar af stað og áttum nú aðeins um 40 km. eftir til Santiago de Compostela og ætluðum við að ná messunni þar um hádegi en hún ku vera mjög tilkomumikil á sunnudögum.

Sólarupprás.

Fallegt við sólarupprás.

Við þorpið Lavacolla stuttu áður en við komum að borginni hittum við fyrstu íslendingana í ferðinni. Þar voru á ferðinni tvenn hjón úr Reykjavík sem einnig voru hjólandi og urðum við þeim samferða að Monte de Gozo, hæð við borgarmörkin, þaðan sem þú sérð fyrst til Santiago de Compostela.

 Monte de Gozo.

Á Monte de Gozo hæðinni.

Þar hittum við einnig svisslending sem við vorum búnar að hitta af og til síðustu dagana, en í ferðalok taldist okkur til að við værum búnar að hitta fólk frá 33 þjóðlöndum og úr öllum heimsálfum. Við náðum í messuna og var það mjög tilkomu mikið að hlusta á Ave María (þó ekki Kaldalóns) í þessari stóru og hljómmiklu kirkju, og einnig er það mikið sjónarspil þegar gríðarmiklu reykelsi er sveiflað eftir endilöngum gangi kirkjunnar. Botafumero heitir sá siður og þarf fjóra til sex fíleflda karlmenn til þess að sveifla í hvert sinn. En siðurinn er talinn hafa verið tekinn upp þegar lyktin í kirkjunni var orðin miður góð þegar hundruðir pílagríma, sem margir höfðu ekki þvegið sér dögum saman, komu saman í kirkjunni.

Komnar til Compostela.

Komnar á torgið fyrir framan kirkjuna í Santiago de Compostela.

Í dómkirkjunni í Compostela.

Yfirfull kirkja af pílagrímum og öðru ferðafólki, en borgin er orðin mikil túristaborg.

Skriftað í Compostela.

Skriftað.

Reykelsið í dómkirkjunni.

Reykelsið á fleygi ferð.

Hittum Húsvíkinga í Copostela.

Þennan dag hittum við svo húsvíkingana Villa Bald og Láru Kristjáns á torginu, en þau komu gangandi þessa leið með hópi íslendinga.

Ella á tali við Jón Björnsson.

Aðeins verið að fara yfir leiðina út að sjónum með Jóni Björnssyni, en hann var fararstjóri  hópsins sem Villi og Lára voru í.  Hann hefur skrifað  bókina "Á Jakobsvegi" um hjólaferð sína fyrir nokkrum árum. Þessa bók var ég mikið búin að skoða fyrir ferðina og því gaman að hitta manninn.

Með svisslendingnum sem við hittum oft á leiðinni.

Með svisslendingnum Angelo sem við vorum að hitta af og til  síðustu dagna en hann var líka hjólandi og kom sama dag til Santiago de Compstela.

En þó að við værum komnar til Santiago de Compostela var ferð okkar ekki lokið, því það er hægt að fara aðeins lengra, þ.e.a.s út á vestasta odda Spánar sem heitir Cabo Fisterra en þangað voru um 100 km. í viðbót og langaði okkur mikið að komast þangað. Og þar sem við höfðum enn tvo daga lögðum við að stað frá Santiago de Compostela í steikjandi hita seinnipartinn og gleymdum alveg að fylla á vatnsbrúsana sem var nú ekki gott þar sem miklar brekkur urðu á vegi okkar.

Vínberjaklasi.

Hjóluðum framhjá garði með þessum girnilegu vínberjum og stoppuðum til að mynda, og kom þá húseigandinn og færði okkur stóran klasa og nokkur epli úr garðinum.

Ponte Maceira.

Sólstrandarlíf í þorpinu Ponte Maceira.

Matarbúr.

Uppskerubúr, en svo geyma bændur uppskeruna til að forðast rottur og önnur sníkjudýr.

Náðum til bæjarins Negreira um kvöldið og fengum inni á nýju og fínu albergue og borðuðum á veitingastað í nágrenninu.

Albergi í Negreira.

Albergið í Negreira.

Pílagrímamáltíð.

Pílagrímasalat.

Dagur 13.

Síðasti hjóladagurinn var runninn upp og við vorum bara rólegar og fórum á stað  rétt fyrir níu í blíðskaparveðri og töldum okkur eiga  68 km. eftir og þægilegan dag. En hvort það voru merkingarar á leiðinni sem voru reyndar mun lélegri eftir að við fórum frá Santiago de Compostela, eða bara kæruleysi hjá okkur þá tókum við allavega eina vitlausa beygju sem leiddi okkur  a.m.k. 30 km. aukahring um sveitir Galíseu.

Vegvísir.

Vorum farnar að mynda vegvísana þegar við vorum hvað villtastar.

Kirkjugarður.

Kirkjugarður í Galesíu.

Sem var reyndar mjög falleg leið um hæðir, dali og skóga, en um hádegið komum við að gatnamótum og hittum fyrir mann sem gat sagt  okkur til vegar og komumst við þá  fljótlega á stíginn. En við teljum að þarna haf heilagur Jakob verið að reyna aðeins á þolgæðistaugina svona síðasta daginn, þar sem allt hafði gengið svo vel fram að þessu.

Könglarnir.

Fundum ógrynni af könglum í furuskógunum og langaði okkur með þá alla heim, en tókum bara sýnishorn.

Eftir þetta vikum við ekki af stígnum og allt gekk ljómandi vel upp á síðustu hæðina, en þaðan tók við um 11 km. brekka niður að sjó í bæinn Cée. Við hjóluðum í gegum bæinn meðfram sjónum og ákvað ég að spyja einn gamlan mann á bryggjunni til vegar, hann var þá sjómaður sem veitt hafði við Íslandsstrendur hér áður og þurfti hann mikið að spjalla.

Sjáum til hafs.

Sjáum til hafs.

Við náðum á höfðann nákvæmlega kl. 18.39 og höfðum þá lagt að baki um 900 km., það var alveg ótrúleg stund.  Og það sem gerði þetta ferðalag svo skemmtilegt var að vita aldrei hvað var framundan.

Komnar á leiðarenda.

Komnar á leiðarenda eftir þrettán daga á hjólum.

Vitinn á höfðanum.

Vitinn á Cabo Fisterra.

Við stoppuðum góða stund á höfðanum, en hjóluðum svo aftur inn í bæinn Fisterra til að leita okkur að gistingu, og hana fengum við á Hotel Fisterra. Um kvöldið þvoðum við hjólin  og gengum frá þeim, en við máttum bara skilja þau eftir þar sem við hættum að hjóla, mjög þægileg þjónusta hjá bikeiberia.com.

Guðrún að þrífa hjólið.

Hjólaþvottur í lok ferðar.

Dagur 14.

Eftir góðan morgunverð á hótelinu tókum við rútuna til Santiago de Compostela, en þar ætluðum við að eiga einn dag til að skoða borgina. Þetta var fyrsti rigningardagurinn í ferðinni og var heldur lítið að sjá úr rútunni en við fórum  meðfram ströndinni til baka, bara þokusúld.

Þegar við komum til Santiago de Compostella var hætt að rigna, en þar  fór góður tími í að finna gistingu en hana fengum við á mjög fínu albergue í miðborginni.

Albergið í Compostela.

Albergið sem við gistum í í Santiagi de Compostela.

Við fórum svo á röltið í leit að góðum veitingastað til að halda nú upp á áfangann og hittum þá  fullt af fólki sem við vorum búnar að rekast á síðustu daga leiðarinnar.

Á veitngastað í Santiago de Copostela.

Paella í ferðalok.

Vinkonur okkar frá Suður-Afríku.

Hittum aftur konurnar frá Suður-Afríku sem gistu með okkur í A Portela.

Súkkulaði.

Fundum dásamlega súkkulaðibúð.

Bandarískir slökkviliðsmenn.

Hittum slökkvilðsmennina hjálpfúsu aftur í Santiago de Compostela.

Frá Lavacoellaflugvelli í Compostelaa flugum við suður yfir Spán og til Alicante þaðan sem við tókum rútu til Cabo Roig. Þar hittum við Haffa, systur mína og mág sem þar voru með íbúð. Þar dvaldi ég í góðu yfirlæti með þeim í viku áður en flogið var heim á leið.

Kvöld í Cabo Roig.

Snólaug, Smári, ég og Haffi á indverskum veitingastað í Cabo Roig.

Guðrún og Haffi.

Haffi og Guðrún Kristín á þeim indverska.

Guðrún komin til London.

Guðrún Kristín hélt næsta dag áleiðs til Lundúna þar sem hún hitti sinn ektamann, Ragnar Hjaltested. Hér eru þau á veitingastað með frænda Guðrúnar, hann er dóttursonur Jóns Ármanns Héðinssonar og býr í London. 

Ef smellt er á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Hér er hægt að lesa þriðja kafla ferðasögunnar.

Hér er hægt að lesa annan kafla ferðasögunnar.

Hér er hægt að lesa fyrsta kafla ferðasögunnar.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744