Íslensku Sumarleikarnir á Akureyri um verslunarmannahelgina

slensku sum­ar­leik­arn­ir á Ak­ur­eyri fara fram um versl­un­ar­manna­helg­ina.

Íslensku Sumarleikarnir á Akureyri um verslunarmannahelgina
Fréttatilkynning - - Lestrar 525

Íslensku sum­ar­leik­arn­ir fara fram á Ak­ur­eyri
Íslensku sum­ar­leik­arn­ir fara fram á Ak­ur­eyri

Íslensku sum­ar­leik­arn­ir á Ak­ur­eyri fara fram um versl­un­ar­manna­helg­ina.

Sumarleikarnir á Akureyri hafa gengið vel hingað til og endapunkturinn sem er jafnframt hápunktur hátíðarinnar nálgast.

Undanfari Sumarleikana er fjölskylduhátíðin Ein með öllu og helsta breytingin á hátíðinni er hreyfing. Skemmtanir sem áður voru fyrir alla fjölskylduna eru til staðar en nú bætist við allskonar hreyfing fyrir keppnisfólk á besta aldri.
 

Föstudagsfílingur sem er í boði N4 kemur helginni af stað með tónleikum sem eru jafnframt í beinni útsendingu frá 20:00-22:00. Þar koma fram Dúndurfréttir, Aron Óskar og Gréta Salóme svo eitthvað sé nefnt.

Laugardagurinn verður fjölbreyttari en áður þar sem Sportvers Ofurleikarnir verða haldnir í fyrsta skipti á flötinni neðan við samkomuhúsið. Þar þreytir fólk þrautir utandyra í í anda Crossfit. Á svæðinu er einnig braut fyrir þá sem vilja fá að komast í smá keppni á þess að þurfa að standa í hraustasta fólki Akureyrar. Fleiri viðburði má finna á sumarleikar.is. Barnaskemmtun er svo um miðjan daginn frá 14:00 þar sem Lína Langsokkur, Einar Mikael og Páll óskar stíga á stokk. Kvöldið endar svo á glæsilegri tónleikadagskrá í miðbæ Akureyrar sem stendur frá 20:30, þar koma fram Made in Sveitin, Killer Queen með Magna, María Ólafs og fleiri.
 

Sunnudagur er loka sprettur Sumarleikana. Þríþraut Íslensku Sumarleikana verður haldin, Kirkjutröppu Townhill á fjallahjólum verður á sínum stað þar sem okkar bestu fjallahjóla einstaklingar etja kappi í einu skemmtilegasta móti helgarinnar. Sparitónleikar verða haldnir neðan við Samkomuhúsið og þar sláum við botninn í hátíðina þar sem fyrstu Sumarleika meistararnir verða krýndir og glæsileg tónlistaratriði eins og Glowie, Skítamórall, Úlfur Úlfur, Kött Grá Pje og Stórsveit Hvanndalsbræðra stígur á stokk, jafnvel bætist við ein systir. Kvöldinu lýkur svo með flugeldasýningu og smábátar bæjarins lita Pollinn rauðan.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744