Íslandsmót 3 og 4 flokks í blaki

Helgina 27.-29 okt. sl. fór fram Íslandsmót í 3.og 4. flokki í blaki í Íþróttahöllinni á Húsavík á vegum Blakdeildar Völsungs.

Íslandsmót 3 og 4 flokks í blaki
Íþróttir - - Lestrar 503

Völsungum gekk vel á mótinu.
Völsungum gekk vel á mótinu.

Helgina 27.-29 okt. sl. fór fram Íslandsmót í 3.og 4. flokki í blaki í Íþróttahöllinni á Húsavík á vegum Blakdeildar Völsungs.

Lið frá öllu landinu mættu til leiks og var stemningin og tilhlökkunin mikil. Mótið gekk vel og allir sáttir að mótslokum. 

Þetta mót er lang stærsta verkefni sem yngri flokkar Blakdeildar Völsungs hafa tekið að sér til þessa bæði hvað fjölda varðar og eins að allri umgjörð því þar sem um Íslandsmót er að ræða eru mótshaldarar háðir regluverki BLÍ.

Á heimasíðu Völsungs segir að mikil framför sé hjá Völsungskrökkum í þessum flokkum og árangur glæsilegur eftir helgina þar sem 3. fl. kvk. sigraði í B deild og 4. fl. kvk. lenti í 2. sæti eftir hreinan úrslitaleik við Þrótt Nes þar sem sigur 2-0 hefði tryggt okkur Íslandsmeistaratitil en því miður tapaðist leikurinn í skemmtilegum leik 2-1 . Glæsilegur árangur hjá báðum flokkum og greinilegt að þjálfun Sladjönu Smiljanic er að skila sér.

Mikið verður um að vera hjá yngri flokkum blakdeildar í vetur en framundan er Íslandsmót í 5. flokki í Kópavogi og samhliða því verður skemmtimót fyrr  6.flokk. 3. og 4. flokkur eiga svo eftir að fara á bikarmót og ljúka svo vetrinum með Íslandsmóti á Ísafirði í maí. Stelpurnar í 2. flokk munu svo spila samhliða meistaraflokki og ferðast með þeim í þá leiki sem hægt er.




  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744