Íslandsþari sækir um lóð að Hrísmóum

Fyrirtækið Íslandsþari ehf. hefur sótt um lóð sunnan Húsavíkur undir uppbyggingu stórþaravinnslu.

Íslandsþari sækir um lóð að Hrísmóum
Almennt - - Lestrar 405

Séð yfir Hrísmóa með Víðimóa í baksýn.
Séð yfir Hrísmóa með Víðimóa í baksýn.

Fyrirtækið Íslandsþari ehf. hefur sótt um lóð sunnan Húsavíkur undir uppbyggingu stórþara-vinnslu.

Í fundargerð Skipulags- og fram-kvæmdaráðs Norðurþings frá 13. október segir:

Íslandsþari ehf. óskar eftir lóð undir uppbyggingu stórþara-vinnslu á Húsavík.

Sótt er um lóðina að Hrísmóum 3, en jafnframt óskað eftir forgangi að lóðinni að Hrísmóum 5 til allt að þriggja ára með það í huga að sameina lóðirnar. Fram kemur í umsókn að aðrar lóðir á sama iðnaðarsvæði kæmu einnig til greina en áætluð þörf fyrir lóð er um 8.000 m².
 
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við sveitarstjórn að Íslandsþara ehf. verði veitt vilyrði fyrir lóðum, samanlagt um 8.000 m² á iðnaðarsvæði I5. Ráðið horfir þar annaðhvort til Hrísmóa 3 & 5 eða óbyggðra lóða við Víðimóa.

Bergur Elías óskar bókað. Tel rétt að fari fram staðarval fyrir þessa framleiðlsu eins og gert var hjá Stykkihólmi árið 2019. Sjá meðfylgjandi slóð https://www.stykkisholmur.is/library/Skrar/Skyrslur-og-serverkefni/tharaskyrsla-stykkisholmsbaer-2019-vef.pdf

Ljósmynd 640.is

Með því að smella á myndina má skoða hana í hærri upplausn en lóðin að Hrísmóum 3 er lengst til vinstri. Sunnan við þurkklefann.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744