Isavia kol­efnis­jafnar alla eldsneyt­is­notk­un

Sveinbjörn Indriđason, starfandi forstjóri Isavia, Reynir Kristinsson, stjórnarformađur kolefnissjóđsins Kolviđs, og Eyţór Eđvarđsson, stjórnarformađur

Isavia kol­efnis­jafnar alla eldsneyt­is­notk­un
Fréttatilkynning - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 81

Sveinbjörn Indriđason, starfandi forstjóri Isavia, Reynir Kristinsson, stjórnarformađur kolefnissjóđsins Kolviđs, og Eyţór Eđvarđsson, stjórnarformađur Votlendissjóđs, undirrituđu í dag samninga um kolefnisjöfnun allrar eldsneytisnotkunar Isavia.

Samningarinn gildir nćstu ţrjú árin.

Eldsneytisnotkun vegur ţyngst í kolefnisspori Isavia. Stćrsta hluta ţessarar notkunar má rekja til ţjónustu og viđhalds á flugbrautum og athafnasvćđum flugvalla og er sú ţjónusta  ađ miklu leyti háđ veđri. Á síđasta ári var heildarlosun gróđurhúsalofttegunda vegna bruna eldsneytis í starfsemi Isavia 2.694 t CO2.  Um er ađ rćđa beina losun í starfsemi Isavia og er sá ţáttur ţar sem félagiđ hefur mest tćkifćri til úrbóta. 

„Isavia hefur á síđustu árum lagt áherslu á ađ draga úr losun gróđurhúsalofttegunda í starfseminni,“ segir Sveinbjörn Indriđason, starfandi forstjóri Isavia. „Áriđ 2015 var sett markmiđ um ađ lćkka losun gróđurhúsalofttegunda um 29% á hvern farţega fyrir áriđ 2030. Í dag hefur Isavia ţegar minnkađ losun gróđurhúsalofttegunda í rekstri sínum um tćp 40 prósent á farţega. Markmiđiđ verđur ţví endurskođađ.“

„Viđ  hjá Kolviđi hlökkum mikiđ til samstarfsins viđ Isavia um kolefnisjöfnun á starfsemi ţeirra,“ segir Reynir Kristinsson, stjórnarformađur Kolviđs. „Ţetta sýnir einnig samfélagslega ábyrgđ og gott framlag til ađ draga úr og kolefnisjafna losun sem tengist flugstarfsemi.“

„Isavia gengur fram fyrir skjöldu af fyrirtćkjum í eigu ríkisins međ ţessum samningum,“ segir Eyţór Eđvarđsson, stjórnarformađur Votlendissjóđs. „Viđ hjá Votlendissjóđi erum ţakklát fyrir stuđninginn. Sjóđurinn verđur búinn ađ kolefnisjafna allt magniđ sem keypt er strax á ţessu ári. Ávinningurinn er mikill. Til viđbótar viđ stöđvun á losun gróđurhúsalofttegunda. Ţá eru votlendisvistkerfin endurheimt og ţannig stuđlađ ađ líffrćđilegum fjölbreytileika dýra, fiska og fugla í íslenskri náttúru.“

Viđ undirritun samninganna var einnig greint frá ţví ađ Isavia hefđi lokiđ viđ annađ skref í innleiđingu á kolefnisvottun ACA (Airport Carbon Accreditation) fyrir Keflavíkurflugvöll. Vottunarkerfi er í fjórum skrefum. Ţađ var hannađ af ACI, Alţjóđasamtökum flugvalla, sem Isavia er međlimur ađ. Kerfiđ er sérstaklega sniđiđ ađ rekstri og starfsemi flugvalla.

Skrefin fjögur eru:

  • Kortlagning kolefnisspors
  • Markmiđasetning og minnkun kolefnislosunar
  • Minnkun kolefnislosunar í samstarfi viđ ađra rekstrarađila á flugvellinum
  • Kolefnisjöfnun flugvallarins

Skref tvö felur ţví í sér ađ félagiđ hefur kortlagt losun gróđurhúsalofttegunda í starfseminni og vaktar og stýrir ţeim ţáttum ţar sem losunin er mest. Til ađ ná öđru skrefi hefur einnig veriđ sýnt fram á ađ dregiđ hafi veriđ úr losun gróđurhúsalofttegunda á hvern farţega yfir ţriggja ára tímabil.

Isavia hefur sett sér ađgerđaráćtlun í umhverfis- og loftslagsmálum. Međal ađgerđa í áćtluninni er ađ meirihluti ökutćkja sem keypt eru skuli vera vistvćnn í ţeim flokkum sem slíkt býđst. Dregiđ hefur veriđ úr notkun jarđefnaeldsneytis međ kaupum á rafbílum og starfsmenn međ meirapróf fara á vistakstursnámskeiđ.

„Isavia er međvitađ um ţá ábyrgđ sem hvílir á fyrirtćkinu varđandi loftslagsmál,“ segir Sveinbjörn Indriđason starfandi forstjóri. „Viđ vinnum međ virkum og skipulögđum hćtti ađ ađgerđum til ađ ţess ađ minnka kolefnisspor félagsins.“

Nánar er hćgt ađ kynna sér markmiđ og ađgerđir Isavia í umhverfismálum í árs- og samfélagsskýrslu félagsins: http://www.isavia.is/arsskyrsla2018

Isavia kolefnisjafnar

Reynir Kristinsson, stjórnarformađur kolefnissjóđsins Kolviđs, Sveinbjörn Indriđason, starfandi forstjóri Isavia, og Eyţór Eđvarđsson, stjórnarformađur Votlendissjóđs.

Isavia kolefnisjafnar

María Kjartansdóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá Isavia, Hrönn Ingólfsdóttir, forstöđumađur verkefnastofu Isavia, og Valur Klemensson, deildarstjóri umhverfisdeildar á Keflavíkurflugvelli.

 

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744