Ingi Sveinbjörns sæmdur gullmerki FÍ á 90 ára afmæli félagsins

Þann 27. nóvember sl. voru 90 ár frá því að Ferðafélag Íslands var stofnað og af því tilefni var blásið til veislu í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Ingvar Sveinbjörnsson fær gullmerki FÍ.
Ingvar Sveinbjörnsson fær gullmerki FÍ.

Þann 27. nóvember sl. voru 90 ár frá því að Ferðafélag Íslands var stofnað og af því tilefni var blásið til veislu í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Fjölmargir vottuðu þar hinu aldraða en jafnfamt síunga afmælisbarni virðingu sína, meðal annars forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.

Um það má lesa hér.

Tveir voru sæmdir nafnbótinni Heiðursfélagi FÍ á afmælisfagnaðinum, þeir Hjörleifur Guttormsson og Ívar J. Arndal.

Þá fengu tuttugu manns Gullmerki félagsins og þar á meðal Húsvíkingurinn Ingvar Sveinbjörnsson.

Aðrir sem sæmdir voru gullmerkinu eru: Bragi Hannibalsson, Elísabet Sólbergsdóttir, Guðjón Magnússon, Hilmar Antonsson, John Snorri Sigurjónsson, Jónína Ingvadóttir, Lára Ómarsdóttir, Magnús Jaroslav Magnússon, Oddur Sigurðsson, Ólafur Már Björnsson, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Rannveig Einarsdóttir, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Sigríður Lóa Jónsdóttir, Sigurbjörg Bjarnadóttir, Sigurður Harðarson, Unnur Valgerður Ingólfsdóttir, Valtýr Sigurðsson og Viðar Þorkelsson.

Ingvar Sveinbjörnsson fær gullmerki FÍ.

Ólafur Haraldsson forseti FÍ afhenti Ingvari gullmerki félagsins . 

Ljósmynd FÍ.

640.is óskar Inga og fjölskyldu til hamingju. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744