Ilmandi skötulykt

GPG-Fiskverkun á Húsavík bauð starfsmönnum, völdum gestum og viðskiptavinum í skötuveislu í hádeginu í dag.

Ilmandi skötulykt
Almennt - - Lestrar 449

Um hundrað manns gæddu sér á skötunni,
Um hundrað manns gæddu sér á skötunni,

GPG-Fiskverkun á Húsavík bauð starfsmönnum, völdum gestum og viðskiptavinum í skötuveislu í hádeginu í dag.

Á heimasíðu stéttarfélaganna segir að skatan og meðlætið hafi bragðaðst afar vel og voru helstu matgæðingar á því að verkunin í ár væri með besta móti. 

Um hundrað manns tóku þátt í veislunni í ár en GPG hefur viðhaldið þeim þjóðlega sið í mörg ár að bjóða starfsmönnum og viðskiptavinum fyrirtækisins í skötuveislu fyrir jólahátíðina. 

Aðalsteinn Árni Baldursson tók meðfylgjandi myndir og fleiri er hægt að skoða á heimasíðu stéttarfélaganna.

Skata GPG

Guðmundur Sigtryggson vélstjóri a Jökli ÞH hleður á diskinn.

Skata GPG

Eimskipsmennirnir Baldur Baldvinsson og Gunnar Skarphéðinsson létu sig ekki vanta í veisluna.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744