Hvalaskoðunarvertíðin hafin hjá Sölkusiglingum

Sölkusiglingar hófu hvalaskoðunarvertíð sína í gær, þann 1. maí þegar Salka fór í fyrstu siglingu sumarsins.

Hvalaskoðunarvertíðin hafin hjá Sölkusiglingum
Almennt - - Lestrar 405

Loes de Heus og Eva Björk í miðasölu Sölkusiglinga
Loes de Heus og Eva Björk í miðasölu Sölkusiglinga

Sölkusiglingar hófu hvala-skoðunarvertíð sína í gær, þann 1. maí þegar Salka fór í fysrtu siglingu sumarsins.

Þar með hafa öll húsvísku hvalaskoðunarfyrirtækin hafið störf þetta árið.

Þetta er sjöunda árið sem Sölkusiglingar bjóða upp á hvalaskoðun á Skjálfanda. Fyrstu árin var félagið með einn eikarbát í notkun en árið 2017 bættist annar báturinn við.

Í tilefni af þessum tímamótum fóru starfsmenn Hvalasafnsins með blómvönd í miðasölu Sölkusiglinga, en þar er einnig rekin ísbúð yfir sumartímann.

Það var starfsmaður Sölkusiglinga Loes de Heus sem tók við blómvendinum úr höndum Evu Bjarkar Káradóttur framkvæmdastjóra Hvalasafnsins.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744