Hvalasafniđ selur Steinsteypi hluta jarđhćđarinnar

Hvalasafniđ á Húsavík og Steinsteypir ehf hafa komist ađ samkomulagi um kaup ţess síđarnefnda á um 255 fm af lausum rýmum á 1. hćđ (jarđhćđ) í húsakynnum

Hvalasafniđ selur Steinsteypi hluta jarđhćđarinnar
Almennt - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 380 - Athugasemdir (0)

Hvalasafniđ á Húsavík. Lj. Hvalasafniđ
Hvalasafniđ á Húsavík. Lj. Hvalasafniđ

Hvalasafniđ á Húsavík og Steinsteypir ehf hafa komist ađ samkomulagi um kaup ţess síđarnefnda á um 255 fm af lausum rýmum á 1. hćđ (jarđhćđ) í húsakynnum Hvalasafnsins.  

Í frétt á heimasíđu Hvalasafnsins segir ađ um sé ađ rćđa ţau rými sem snúa ađ hafnarstéttinni og voru áđur frystirými um árabil en hafa ađ undanförnu stađiđ tóm. Kaupfélag Ţingeyinga átti og rak frystirýmin lengst af en síđasti leigjandi ţeirra var Norđlenska hf.  

Hvalasafniđ mun áfram eiga rými á jarđhćđ sem hýst hafa geymslur safnsins og nú er unniđ ađ endurbótum á.  Auk ţess mun Hvalasafniđ áfram eiga annađ geymslurými á jarđhćđ sem áđur var leigt út.

Ferđaţjónustutengd starfsemi
Ađ hálfu Steinsteypis ehf stendur til ađ gera upp ţessi rými á vandađan hátt og nýta hluta ţeirra í rekstur á salernisađstöđu fyrir ferđamenn. Önnur rými verđa hönnuđ fyrir ýmsa ferđaţjónustutengda starfsemi. Stađsetning rýmanna viđ hafnarstéttina er góđ og međ ţessu kemst líf í umrćdd rými sem stađiđ hafa tóm um nokkurt skeiđ.

Viđbyggingar verđa rifnar
Samhliđa ţessum viđskiptum mun Steinsteypir ehf taka ađ sér niđurrif á tveimur viđbyggingum (samtals um 160 fm) viđ hús Hvalasafnsins sem báđar eru eign safnsins. Ţessar viđbyggingar tilheyrđu frystirýmastarfsemi og eru ţćr nú í mjög lélegu ásigkomulagi. Viđ ţetta mun byggingaréttur Hvalasafnsins til norđurs stćkka umtalsvert.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744