Húsavíkurkirkja roðagyllt

Húsavíkurkirkja er roðagyllt þessa dagana en það er gert í tilefni átaksins "Roðagyllum heiminn".

Húsavíkurkirkja roðagyllt
Almennt - - Lestrar 175

Húsavíkurkirkja roðagyllt.
Húsavíkurkirkja roðagyllt.

Húsavíkurkirkja er roðagyllt þessa dagana en það er gert í tilefni átaksins "Roðagyllum heiminn".

Það eru Sameinuðu þjóðirnar sem standa að átakinu sem hófst 25. nóvember sl. en sá dagur er tileinkaður alþjóðlegum mannréttindum.

Átaksverkefnið lýtur að því að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gegn konum víðsvegar um heiminn.

Alþjóðadagur Soroptimista er einnig þann 25. nóvember og konur úr Soroptimistaklúbbi Húsavíkur og nágrennis tendruðu roðagullin ljós við Húsavíkurkirkju til að vekja athygli á átakinu.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Soroptimistakonur með kyndla á tröppum kirkjunnar.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Gengið um bæinn í smáum hópum.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Húsavíkurkirkja roðagyllt.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744