Húsavíkurhöfðagöng - framvinda í viku 21

Framvindan í gangagreftri í Húsavíkurhöfðagöngum var þannig í síðustu viku að alls voru grafnir 62 metrar. Lengd ganga er þá orðin 457 metrar sem er um

Húsavíkurhöfðagöng - framvinda í viku 21
Almennt - - Lestrar 499

Framvindan í gangagreftri í Húsavíkurhöfðagöngum var þannig í síðustu viku að alls voru grafnir 62 metrar.
 
Lengd ganga er þá orðin 457 metrar sem er um 48,5 % af heildargraftrarlengd ganga í bergi.

Í tilkynningu segir að þeir sem búa og starfa næst framkvæmdunum hafa orðið varir við titring frá sprengingum undanfarið.  Áhrif frá sprengingunum munu fara minnkandi því gangagröfturinn fjarlægist nú byggðina. Hús næst jarðgöngunum voru skoðuð áður en framkvæmdir hófust og ekki hefur orðið vart við tjón hafi orðið á mannvirkjum vegna framkvæmdanna.

Húsavíkurhöfðagöng

Hér má sjá hve langt göngin eru komin og meðþví að smella á myndina er hægt að skoða hana stærri.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744