Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki

Þann 14. júlí sl. tók hópur u.þ.b. 30 starfsmanna ferðaþjónustufyrirtækja, stofnana og umhverfissamtaka þátt í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki upphaflega

Þann 14. júlí sl. tók hópur u.þ.b. 30 starfsmanna ferðaþjónustufyrir-tækja, stofnana og umhverfissamtaka þátt í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki upphaflega skipulögðu af Ric O’Barry’s Dolphin Poject, bandarískum samtökum sem einblína á verndun höfrunga og hvala í höfum heimsins. 

Að þessu sinni var farið að ósum Laxár í Aðaldal, í landi Laxamýrar með þátttöku landeigenda en þetta er í þriðja sinn sem fjörur eru gengnar í þessum tilgangi en þátttakan hefur aukist með ári hverju og er hópurinn nú orðinn fjölþjóðlegur. Í tilkynningu segir að með samstilltu átaki og góðri stemmningu hafi safnast um 600 kíló, hvar um 70% af því voru netadræsur og veiðarfæri.

Strandhreinsun

Ruslinu var svo komið í viðeigandi flokkun og meðhöndlun með aðstoð og stuðningi Norðursiglingar og Íslenska Gámafélagsins. 

Rusl í höfunum er talið bera ábyrgð á dauða nærri milljón sjávardýra á hverju einasta ári. Á Húsavík, sem víðar, er vaxandi áhugi á hafinu og umhverfi þess.    

Strandhreinsun

Þátttakendur í strandhreinsununni. 

Þátttakendur að þessu sinni voru: Arctic Whale, Gentle Giants, Háskóli Íslands, Hvalasafnið á Húsavík, Ocean Missions, Salka, Saltvík, Whale Wise og Norðursigling en meðfylgjandi myndir eru fengnar af fésbókarsíðu NS.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744