Hulda Ragnheiður Árnadóttir er nýr formaður FKA

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands var kosin formaður FKA á einum fjölmennasta aðalfundi félagsins sem haldin

Hulda Ragnheiður Árnadóttir er nýr formaður FKA
Fréttatilkynning - - Lestrar 453

Hulda Ragnheiður Árnadóttir.
Hulda Ragnheiður Árnadóttir.

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúru-hamfaratryggingar Íslands var kosin formaður FKA á einum fjölmennasta aðalfundi félagsins sem haldin var í húsakynnum deCODE genetics, í gær 15. maí.

Í framboði til formanns var einnig Rakel Sveinsdóttir, fyrrum formaður FKA sem sóttist eftir endurkjöri. 

Í framboði til stjórnar voru sjö konur um þrjú sæti til tveggja ára og tvo sæti til eins árs. Kosnar voru í stjórn til tveggja ára: Sigríður Hrund Pétursdóttir, Ragnheiður Aradóttir og Áslaug Gunnlaugsdóttir. Til eins árs voru kosnar Hulda Bjarnadóttir og Margrét Jónsdóttir Njarðvík. Að auki situr Lilja Bjarnadóttir í stjórn, en hún var kjörin til tveggja ára árið 2018. 

Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu er fyrr­um for­manni FKA, Rakel Sveinsdóttur og fráfarandi stjórnarkonum, Guðrúnu Ragnarsdóttur og Önnu Þóru Ísfold er þakkað fyrir stjórnarstörf og allt þeirra framlag til félagsins. 

Hulda Ragnheiður Árnadóttir:

„Ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem ég fékk frá félagskonum. Það verður spennandi að takast á við krefjandi verkefni í samstarfi við þær öflugu konur sem gefið hafa kost á sér til starfa í nefndum, deildum og stjórn félagsins. Ég hlakka til að fá tækifæri til að virkja enn fleiri konur til þátttöku, bæði í núverandi verkefnum og þeim verkefnum sem kynnt verða til leiks þegar nýtt starfsár hefst.“

FKA

Áslaug Gunnlaugsdóttir, Ragnheiður Aradóttir, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, Lilja Bjarnadóttir, Sigríður Hrund Pétursdóttir en á myndina vantar Huldu Bjarnadóttur og Margréti Jónsdóttir Njarðvík.

Ljósmyndir fka.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744