Krubbur flottasti hrúturinn

Að venju bauð Fjáreigendafélag Húsavíkur upp á hrútasýningu á Mærudögum sem fjöldi fólks fylgdist með enda spennandi keppni sem fór vel fram.

Krubbur flottasti hrúturinn
Almennt - - Lestrar 428

Verðlaunahrúturinn Krubbur.
Verðlaunahrúturinn Krubbur.

Að venju bauð Fjáreigendafélag Húsavíkur upp á hrútasýningu á Mærudögum sem fjöldi fólks fylgdist með enda spennandi keppni sem fór vel fram.

Sýndir voru sjö fallegir hrútar og voru tveir þekktir bændur úr Suður-Þingeyjarsýslu fengnir til að dæma keppnina, þeir Sigurður Ágúst Þórarinsson og Guðmundur Ágúst Jónsson.

Sveitarstjóri Norðurþings, Kristján Þór Magnússon, sá svo um að lýsa því sem fram fór.

Hrúturinn Krubbur sem kemur frá Félagsbúinu Grobbholti á Húsavík sigraði með miklum yfirburðum. Í máli dómarana kom fram að Krubbur væri sérstaklega  holdmikill hrútur með eintaklega góð læri, malir, hrygg og frampart. Í lok keppninnar fengu eigendur Krubbs bikar í verðlaun. Það var ungur áugasamur bóndi, Baldur Freyr Skarphéðinsson, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Grobbholts.

Þess má geta til viðbótar að tveir áhorfendur voru valdir til að velja þann hrút sem skartaði fallegasta pungnum.  Áslaug Guðmundsdóttir og Hróðný Lund voru kallaðar upp og eftir ýtarlega skoðun völdu þær hrútinn Ask með besta undirvöxtinn. (framsyn.is)

Hrútasýning

Baldur Freyr Skarphéðinsson tók við verðlaunum fyrir hönd Grobbholts.

Fleiri myndir má sjá hér


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744