Hrútadagurinn á Raufarhöfn - Dagskrá

Hrútadagurinn á Raufarhöfn verður haldin hátíðlegur þann 4. október 2014 í Faxahöllinni kl 15:00.

Hrútadagurinn á Raufarhöfn - Dagskrá
Fréttatilkynning - - Lestrar 360

Hrútadagurinn á Raufarhöfn verður haldin hátíðlegur þann 4. október 2014 í Faxahöllinni kl 15:00.

Ýmislegt spennandi verður á dagskrá og má þá nefna:

  • Guðni Ágústsson verður á staðnum og setur daginn
  • sölubásar með ýmsan varning og kjötsúpa til sölu
  • Kótelettufélag Íslands kemur á svæðið og velur besta kótelettuhrútinn
  • skemmtiatriði frá hrútavinafélaginu Örvari
  • ómskoðun og stigunn á líflömbum
  • hrútahlaup sem enginn ætti að missa af
  • hrútadagsnefnd stígur á svið með óvænta uppákomu
  • svo er rúsínan í pylsuendanum, sala á hrútum sem gæti endað með uppboði

Ekki er allt gamanið búið því kl. 21:00 komum við saman í félagsheimilinu Hnitbjörgum og förum á hagyrðingakvöld sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.Þar fer einnig fram verðlaunaafhending fyrir afurðahæstu ánna og ekki má gleima Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu sem skemmtir okkur í hléinu. Hagyrðingar kvöldsins eru Jónas Friðrik Guðnason, Ágúst  Marínó Ágústsson, Friðrik Steingrímsson, Jóhannes Sigfússon og stjórnandi er Birgir Sveinbjörnsson.

Við endum svo kvöldið með stórskemmtilegum dansleik með Dansbandinu frá Akureyri.

Aðgangseyrir á hagyrðingakvöldið og ballið er 4500 krónur.

Ekki láta þennan glæsilega og einstaka dag framhjá þér fara en hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744