Hrund ráðin skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar

Hrund Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og mun hún hefja störf 1. ágúst.

Hrund ráðin skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 368

Hrund Ásgeirsdóttir.
Hrund Ásgeirsdóttir.

Hrund Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og mun hún hefja störf 1. ágúst.

Í tilkynningu segir að Hrund hfi útskrifaðist með B.ed kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands árið 2005.

Hún hefur undanfarin ár starfað sem kennari og aðstoðarskólastjóri við Öxarfjarðarskóla meðfram störfum sínum sem bóndi á Hóli í Kelduhverfi.

Þá lauk Hrund diplómunámi í menntavísindum, Stjórnun og forysta í lærdómssamfélagi, frá Háskólanum á Akureyri 2018.


640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744