Hraust Samfélag – Útivist og hreyfing XS fyrir samfélagiđ allt

Áherslumál okkar Samfylkingarfólks fyrir komandi kosningar leggjum viđ fram undir kjörorđinu „Hraust Samfélag“.

Hraust Samfélag – Útivist og hreyfing XS fyrir samfélagiđ allt
Sveitarstjórnarkosningar 2018 - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 170 - Athugasemdir (0)

Bjarni Páll Vilhjálmsson.
Bjarni Páll Vilhjálmsson.

Áherslumál okkar Samfylkingarfólks fyrir komandi kosningar leggjum viđ fram undir kjörorđinu „Hraust Samfélag“.

Samfélag ţar sem jafnrétti, jafnt ađgengi og möguleikar til leiks og starfa fara ekki eftir efnahag eđa fjölskylduađstćđum heldur standi samfélagiđ vörđ um ađ allir ungir sem aldnir hafa fjölbreytt og góđ tćkifćri til ađ vaxa og ţroskast. Íţróttir, útivist og  ćskulýđsmál skipa stóran sess í okkar áherslum. Norđurţing hefur á undanförnum árum dregist verulega aftur úr öđrum sambćrilegum sveitarfélögum ţegar kemur ađ framlögum til ţessa mikilvćga málaflokks og ţar verđum viđ ađ gera betur. Ađaláherslumál okkar í ţessum málaflokki eru eftirfarandi.

Viđ ćtlum í stórfellda uppbyggingu viđ útivistarsvćđiđ viđ Höskuldsvatn. Fćra skíđalyftuna, hanna og byrja á framkvćmdum. Sú var tíđin ađ yfir vetrartímann iđađi skíđasvćđiđ okkar viđ rćtur Húsavíkurfjalls af lífi og leik. Skíđaíţróttin er einstaklega fjölskylduvćn íţrótt  ţar sem ungir sem aldnir eiga saman góđar stundir viđ skemmtilega og heilbrigđa útivist. Ađstćđur hafa skapast ţannig ađ löngu tímabćrt er ađ fćra skíđasvćđi okkar Húsvíkinga hćrra til fjalla. Viđ styđjum heilshugar viđ ţau áform ađ byggja upp útivistarparadís viđ Reyđarárhnjúk. Ţar eru allar ađstćđur frábćrar til skíđaiđkunnar og viđ munum leggja okkar af mörkum til ađ nauđsynlegar framkvćmdir gangi hratt og vel fyrir sig í kjölfar skipulags svćđisins til vetraríţrótta  og annarrar útivistar. Möguleikar svćđisins til   ferđaţjónustutengdrar starfsemi eru einnig miklir og  viđ viljum hafa samráđ viđ ferđaţjónustuađila  um margvíslega nýtingu  til útivistar og skipulagđrar atvinnustarfsemi  jafnt sumar sem vetur. Reykjaheiđin og svćđiđ  sem afmarkast af Gjástykki ađ austan og Mývatni ađ sunnan bíđur upp á frábćra og fjölbreytta möguleika fyrir göngu, hesta og hjólreiđafólk og međ uppbyggingu á góđri ađstöđu viđ Reiđarárhnjúk fyrir slíka hópa getur ţetta svćđi orđiđ ađ einstakri útivistarparadís allan ársins hring. Í ţessu samhengi munum viđ leggja áherslu á ađ bćta gönguleiđir,  reiđleiđir  og hjólaleiđir í nágrenni ţéttbýlis og vinna ađ ţví ađ  leiđir og stígar fyrir göngu, hesta og hjólafólk  í sveitarfélaginu öllu verđi settir inn í ađalskipulag  í góđri sátt viđ landeigendur, félagasamtök og umhverfiđ.

 

Viđ ćtlum ađ búa til sjóđ fyrir afreksíţróttamenn sem verđlaunar afburđaframmistöđu en er ekki bundiđ viđ landsliđsţátttöku. Ţađp er mikilvćgt ađ unga fólkiđ sjái möguleikann á ađ halda hér áfram í skóla en geta samt keppt ađ afburđaárangri í íţróttum. 

Íţróttafélagiđ Völsungur er langstćrsta íţróttafélag sveitarfélagsins og heldur úti öflugu afreksstarfi međ liđum í meistaraflokkum í boltaíţróttum og einnig öflugu starfi í einstaklingsíţróttum.  Ţađ er mikilvćgt ađ styđja myndarlega viđ bakiđ á ungu afreksfólki og ţví grasrótarstarfi sem fer fram á bak viđ tjöldin .Íţróttafólk sem keppir undir merkjum Völsungs á efsta stigi sinna íţrótta eru flottir fulltrúar samfélagsins og vekja athygli og jákvćtt umtal hvar sem ţau koma. Góđur árangur á landsvísu ber vott um ađ vel sé ađ málum stađiđ, styrkir samfélagiđ, eflir samhug  og eykur líkur á ađ ungt íţróttafólk klári sitt framhaldsskólanám í heimabyggđ. Öflugt afreksstarf og góđur árangur á efsta stigi hefur mikil og hvetjandi áhrif á áhuga barna og unglinga á ađ stunda íţróttir og almenna hreyfingu.   Samfylkingin mun legga til ađ afreksstarf íţróttafélaga verđi styrkt sérstaklega međ beinum fjárframlögum og samráđ verđi haft viđ ţá ađila sem ţegar halda úti slíku starfi um framkvćmd ţessa stuđnings.

Börn og unglingar

Viđ munum leggja til ađ frístundastyrkur til barna og unglinga verđi hćkkađur í skrefum og ađ  á kjörtímabilinu verđi Norđurţing  á pari viđ önnur sambćrileg sveitarfélög hvađ ţetta mikilvćga mál varđar.   Frístundastyrkur er góđ  leiđ til ađ jafna ađgengi barna og unglinga óháđ fjölskyldustöđu til ađ sinna hollum  áhugamálum tengdum íţróttum, listum eđa annarri frístundastarfsemi sem hverjum og einum stendur nćst. 

Ađ lokum. Samfylkingin stendur fyrir jafnrétti, jöfn tćkifćri og  almannahag fyrst og fremst. Áherslumál okkar taka miđ af ţeirri stefnu og viđ munum ávallt standa upprétt í baráttunni fyrir ţeim gildum sem viđ trúum á  og teljum samfélaginu fyrir bestu.  Stefnumál okkar í heild sinni má finna á vefsíđu okkar, https://xs.is/kosningar-2018/nordurthing/ og í bćklingi sem senn fer í dreifingu.


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744