Hráefni farið að berast PCC á Bakka

Flutningaskipið Wilson Nanjing kom til Húsavíkur snemma í morgun og lagðist að Bökugarðinum.

Hráefni farið að berast PCC á Bakka
Almennt - - Lestrar 343

Wilson Nanjing við Bökugarðinn í morgun.
Wilson Nanjing við Bökugarðinn í morgun.

Flutningaskipið Wilson Nanjing kom til Húsavíkur snemma í morgun og lagðist að Bökugarð-inum.

Þar stendur nú yfir uppskipun á  kolafarmi fyrir PCC á Bakka.

Eins og fram hefur komið í fréttum stefnir PCC á að hefja framleiðslu á ný í næsta mánuði.

Á heimasíðu Framsýnar segir að síðustu vikur hafi fyrirtækið unnið að því að ráða starfsmenn sem eru afar gleðilegar fréttir enda mikið atvinnuleysi til staðar á Íslandi um þessar mundir.

Starfsemi PCC  fylgir mikil umsvif á svæðinu, ekki síst hjá þjónustufyrir-tækjum og undirverktökum og þá fylgir starfseminni jafnframt töluverðir flutningar í gegnum höfnina. 

Þá má geta þess að flutningaskipið Falksea kom með salt til GPG Seafood í morgun þannig að það er líflegt við höfnina í dag.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Uppskipun í gangi á Bökugarðinum.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Saltflutningaskipið ásamt hafnsögubátnum Sleipni.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Salti skipað upp við Þvergarðinn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744