Hlupu áheitahlaup frá Laugum til Húsavíkur

Fjórði flokkur karla í knattspyrnu hjá Völsungi hljóp áheitahlaup í dag þar sem hlaupið var frá Laugum í Reykjadal til Húsavíkur.

Hlupu áheitahlaup frá Laugum til Húsavíkur
Íþróttir - - Lestrar 722

Strákarnir að loknu hlaupi og pylsuveislu.
Strákarnir að loknu hlaupi og pylsuveislu.

Fjórði flokkur karla í knattspyrnu hjá Völsungi hljóp áheitahlaup í dag þar sem hlaupið var frá Laugum í Reykjadal til Húsavíkur.

Strákarnir skiptu sér í tvo hópa og hljóp annar þeirra frá Laugum að Tjörn í Aðaldal.

Þar tóku hinir við og hlupa að Trésmiðjunni Rein sunnan Húsavíkur þaðan sem strákarnir hlupu saman að sundlauginn á Húsavík. 

Veðuraðstæður voru ágætar þrátt fyrir mikinn vind meðan á hlaupinu stóð en lagt var af stað klukkan 10:00 og komið var að sundlauginni á Húsavík klukan 12:20. 

Eftir hlaupið var farið í sund og síðan var haldið pylsupartí í vallarhúsinu. 

Foreldraráð drengja í 4. flokki Völsungs vill koma fram þakklæti til Norðlenska, Heimabakarís og Sundlaugar Húsavíkur fyrir stuðninginn.

Einnig vill foreldraráð 4. flokks koma fram einstöku þakklæti til þeirra fjölmörgu sem studdu 4. flokk með fjárframlögum.

4. flokkur áheitahlaup

Hressir Völsungar að loknu áheitahlaupi.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744