Hljóp sitt eigið sólómaraþon

"Ég hafði eins og svo margir hlauparar ætlað mér að hlaupa maraþon í vor og byrjaði að æfa undir það í haustblíðunni í nóvember.

Hljóp sitt eigið sólómaraþon
Almennt - - Lestrar 457

Heiðar Hrafn hljóp sólómaraþon.
Heiðar Hrafn hljóp sólómaraþon.

"Ég hafði eins og svo margir hlauparar ætlað mér að hlaupa maraþon í vor og byrjaði að æfa undir það í haustblíðunni í nóvember.

Eftir endalausar lægðir í desember, janúar og febrúar með tilheyrandi afföllum í gæða-æfingum ákvað ég þó að hætta við þessar fyrirætlanir" sagði Heiðar Hrafn Halldórsson sem hljóp maraþon á Húsvík og nágrenni í gærkveldi.

Heiðar Hrafn hélt samt áfram að hreyfa sig og hélt sér í ágætis þjálfun. Í kjölfarið á Covid og frestun á öllum íþróttaviðburðum í heiminum fór bandarísk hlaupaakademía af stað með alþjóðaviðburð sem gengur út á það að fólk framkvæmi þá áskorun sem það var að æfa fyrir og deili svo niðurstöðunum á sameiginlegum gagnagrunni.

Einnig var sett af stað íslensk útgáfa af viðburðinum sem heitir “mitt eigið sólómaraþon”. Iðkendum er gefinn einn mánuður til að klára áskorunina sem gefur góða möguleika á að velja sér heppilegar veðuraðstæður. 

"Ég ákvað að slá til og hlaupa maraþon á heimavelli og nýta mér veðrið sem er búið að heiðra okkur með nærveru sinni að undanförnu. Ég hóaði í vini mína í Skokka sem brugðust vel við kallinu og skiptu með sér vöktum þannig að ég var aldrei einn. Ég byrjaði kl. 18 og hljóp tvívegis í Saltvík og til baka. Það gaf mér 25 km. og ég endaði á tæpum 18 km. innanbæjar á víkinni fögru. Kláraði á 3 klst. og 27 mínútum.

Ég vil nota tækifærið og þakka Snædísi minni og hlaupafélögunum fyrir góða samveru, aðstoð og stuðning í gegnum þetta verkefni. Þetta var ógleymanlegt kvöld" sagði Heiðar Hrafn í samtali við 640.is

Aðspurður sagði hann að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem vegalengdin er hlaupin á Húsavík.

"Fyrir jólin 2018 hlupum við í Hlaupahópnum Skokka ágóðahlaup fyrir Velferðasjóð Þingeyinga og vorum við þrjú sem fórum yfir 40 km. þann dag. Hlupum nær eingöngu á gervigrasvellinum með jólatónlist og hátíðarstemningu við völd" sagði Tjörnesingingurinn fótfrái að lokum.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem ljósmyndari 640.is tók í gær og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.

Ljósmynd 640.is

Ljósmynd 640.is

Ljósmynd 640.is

Ljósmynd 640.is

Ljósmynd 640.is

Sæll að loknu hlaupi.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744