Hlaupaveisla í Mývatnssveit um helgina

Það verður sannkölluð hlaupaveisla í Mývatnssveit um helgina þegar bæði Mývatnsmaraþonið fer fram sem og Hraunhlaupið sem er utanvegahlaup.

Hlaupaveisla í Mývatnssveit um helgina
Almennt - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 169

Hraunhlaupið er haldið í annað sinn.
Hraunhlaupið er haldið í annað sinn.

Það verður sannkölluð hlaupa-veisla í Mývatnssveit um helgina þegar bæði Mývatnsmaraþonið fer fram sem og Hraunhlaupið sem er utanvegahlaup.

Næsta föstudag verður Hraunhlaupið haldið í annað sinn í Mývatnssveit en hlaupið er frá Dimmuborgum að Jarðböðunum.

Hlaupið er 9,4 km langt í gegnum einstaka náttúru Dimmuborga, hraunið, Hverfjallssandinn og endar svo við Jarðböðin.

Sannkölluð upplifun í gegnum brot af því hrauni sem að finnst í Mývatnssveit.

Mývatnsmaraþonið verður hlaupið á laugardaginn og að venju er hlaupið í kringum vatnið. Hlaupið í ár verður með sama fyrirkomulagi og þau síðustu þ.e. ræst og endað við Jarðböðin við Mývatn.

Mývatnsmaraþonið er frábær upplifun þar sem náttúran spilar stórt hlutverk.

Þátttakendur geta valið úr fjórum vegalengdum: maraþoni, hálfmaraþoni, 10 km og 3 km.

Enn er hægt að skrá sig en það stefnir í mjög góða þátttöku sem gerir þetta auðvitað miklu skemmtilegra hlaup í þessu einstaka umhverfi.


640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744