Hjálparsmiðstöðinni í Sólvangi lokað - Rafmagn komið á á nesinu

Síðdegis í dag var fjöldahjálparstöðinni á Sólvangi í Tjörnesi lokað, en rafmagn er loksins komið á á nesinu.

Rafmagn er komið á á Tjörnesi. Lj. Gunnar J.
Rafmagn er komið á á Tjörnesi. Lj. Gunnar J.

Síðdegis í dag var fjöldahjálpar-stöðinni á Sólvangi í Tjörnesi lokað, en rafmagn er loksins komið á á nesinu.

Tjörnesingar voru án rafmagns í rúma fimm sólarhringa og opnaði Rauði krossinn í Þingeyarsýslu hjálparstöðina sl. fimmtudag.

"Rauði krossinn tekur gjarnan við þegar erfiðum atburðum lýkur, líkt og síðustu daga og sinnir þar mikilvægum verkefnum sem einn hlekkur í almannavarnakerfi landsins

Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa staðið í ströngu í vikunni. Þau hafa opnað fjöldahjálparstöðvar, veitt sálrænan stuðning, athugað með fólk á bæjum, staðið vaktina víðs vegar um landið og verið tilbúin ef á reyndi. Sjálfboðaliðarnir hafa sinnt störfum sínum af fagmennsku og alúð.

Rauði krossinn væri ekkert án sjálfboðaliðanna sinna. Takk fyrir ykkar ómetanlega framlag". segir á Fésbókarsíðu Rauða krossins í Þingeyjarsýslu


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744