Hitinn gæti farið í allt að 24 stig á NA-landi í dag

Hitinn gæti farið í allt að 24 stig hér Norðaustanlands í dag en annars eru horfur næsta sólarhringinn svona:

Tjaldstæðið  á Húsavík í morgunsárið.
Tjaldstæðið á Húsavík í morgunsárið.

Hitinn gæti farið í allt að 24 stig hér Norðaustanlands í dag en annars eru horfur næsta sólarhringinn svona:

Vaxandi suðaustanátt, 5-13 m/s seinnipartinn, en 10-20 SV-til, hvassast á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem búast má við snörpum hviðum.

Skýjað og dálítil væta sunnan- og vestanlands, en bjart að mestu norðan heiða. Hiti 12 til 24 stig, hlýjast NA-lands.

Sunnan 5-13 á morgun, hvassast vestast. Skýjað og dálítil væta V-lands, annars víða léttskýjað en sums staðar þokuloft við sjóinn. Hiti breytist lítið.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744