Helgi Ólafsson sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Forseti Íslands sæmdi á Nýársdag, 1. janúar 2021, fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Helgi Ólafsson ásamt forsetahjónunum.
Helgi Ólafsson ásamt forsetahjónunum.

Forseti Íslands sæmdi á Nýársdag, 1. janúar 2021, fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Á meðal þessara fjórtán Íslendinga var Helgi Ólafsson rafvirkjameistari á Raufarhöfn.

Helgi var sæmdur riddara-krossi fyrir framlag til atvinnulífs, lista og menningar í heimabyggð.

Ljósmynd Gunnar G. Vigfússon.

Helgi Ólafsson ásamt forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elízu Reid. Ljósmynd Gunnar G. Vigfússon.

Aðrir þeir sem sæmdir voru íslensku fálkaorðunni á Nýársdag voru: Bernd Ogrodnik brúðumeistari, Björn Þór Ólafsson fyrrum íþróttakennari á Ólafsfirði, Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur, Halldór Benóný Nellet skipherra, Helga Sif Friðjónsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, Hrafnhildur Ragnarsdóttir fyrrverandi prófessor, Jón Atli Benediktsson rektor HÍ, Pétur H. Ármannsson arkitekt, Pétur Guðfinnsson fyrrverandi útvarpsstjóri, Sigrún Árnadóttir þýðandi, Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona og Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur.



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744