Heimsókn í Dourodalinn

Fyrir skömmu fórum við í dagsferð í Dourodalinn í norðurhluta Portúgals.

Heimsókn í Dourodalinn
Ferðalög - Hafþór Hreiðarsson - Lestrar 263

Vínekrur í Dourodalnum.
Vínekrur í Dourodalnum.

Fyrir skömmu fórum við í dagsferð í Dourodalinn í norðurhluta Portúgals.

Það hérað er eitt af elstu og fallegustu vínræktarhéruðum heims.

Svæðið er á heimsminjaskrá UNESCO en þar hefur verið stunduð vínrækt frá miðri átjándu öld. 

Lagt var í hann frá Porto snemma morguns í rigningarveðri en við íslendingarnir bara í stuttbuxum og bol. En spáin sagði að það myndi létta til um hádegi. 

Dourodalurinn

Í þorpinu Favaios.

Eftir að hafa ekið um fallegt landslag í ríflega tvær klst. með einu stuttu stoppi var komið að þorpinu Favaios. Þorpið er efst í Dourodalnum og eru íbúar þess ríflega þúsund talsins.  

Dourodalurinn

Litið var inn í eitt af bakaríunum sem sjá héraðinu fyrir brauði. Þar er bakað með gömlu aðferðinni, sannkallað handverksbakarí og fengum við að smakka brauðin.

Dourodalurinn

Deigið að hefast.

Dourodalurinn

Dourodalurinn

Dourodalurinn

Dourodalurinn

Þaðan var farið í heimsókn á Favaiosvínbúgarðinn rétt utan þorpsins en Dourodalurinn er þekktur fyrir pútrvínin sem þaðan koma. Þar var vel tekið á móti hópnum og fengum við kynningu á framleiðslu þeirra, vínsmökkun og þriggja rétta hádegisverð.

Dourodalurinn

Dourodalurinn

Dourodalurinn

Vínekra í Favaios.

Og það létti til um hádegið eins og sú norska spáði.

Dourodalurinn

Því næst lá leiðin niður Dorudalinn þar sem næstum hver skiki er nýttur undir vínekrur. Þar sem ekki var vínviður voru ólívutré en vínekrurnar þekja 90% ræktarlands í dalnum. Eins kom áður fram eru púrtvínin einna þekktast af framleiðslunni í dalnum en einnig koma þaðan rauðvín, hvítvín og rósavín.

Dourodalurinn

Þegar búið var að fikra sig niður brattar hlíðar dalsins komum við að þorpinu Pinhao þar sem farið var í klukkustundarsiglingu á Douroáinni. Áin, sem stundum er nefnd Gulláin, á upptök sín á Spáni en rennur síðasta spölinn gegnum um þennan djúpa og gróðursæla dal til sjávar við Portó.

Dourodalurinn

Dourodalurinn

Dourodalurinn

Þegar í land var komið var haldið á Quinta da Roedavínbúgarðinn þar sem við m.a fengum fræðslu um Croftpúrtvínin sem þar eru framleidd.  Dreyptum aðeins á veigunum og fórum út á vínekrur þeirra þar sem vínviðurinn var allt að 150 ára gamall og kræklóttur eftir því.

Dourodalurinn

Dourodalurinn

Eins og sjá má á þessum tveim myndum er bilið milli vínviðarins mjórra á eldri ekrunum. Öll ber eru handtínt en á nýrri ekrunum er hægt að koma við tækjum til koma berjunum af þeim í hús.

Dourodalurinn

Dourodalurinn

Dourodalurinn

Dourodalurinn

Eftir heimsóknina var lagt af stað upp úr dalnum og áleiðis til Portó þangað sem komið var undir kvöld eftir skemmtilegan dag.

Dourodalurinn

Dourodalurinn

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.
640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744