Heildarþekja kerfilstegunda í landi Húsavíkur nú á við sjö knattspyrnuvelli

Á síðustu árum hefur Náttúrustofa Norðausturlands kortlagt útbreiðslu kerfilstegunda í landi Húsavíkur, allt frá Bakka að Saltvík.

Skógarkerfill. Ljósmynd nna.is
Skógarkerfill. Ljósmynd nna.is

Á síðustu árum hefur Náttúru-stofa Norðausturlands kortlagt útbreiðslu kerfilstegunda í landi Húsavíkur, allt frá Bakka að Saltvík.

Í frétt á heimasíðu Náttúrustofu-nnar kemur fram að í landi Húsavíkur sé bæði að finna skógar- og spánarkerfil en mun meira er þó af skógarkerfli.

Mælingar Náttúrustofunnar sýna að nú þekja kerfilstegundirnar samanlagt að lágmarki tæplega 50.000 m2 á svæðinu frá Bakka að Saltvík. Stærstu breiðuna er að finna sunnan Þorvaldsstaðaár sunnan Holtahverfis, tæplega 8.800 m2 að stærð. 

Til samanburðar má geta þess að flatarmál knattspyrnuvallarins á Húsavík (gervigrasið) er um 7000  m2.

Lesa má nánar um þetta verkefni og skoða fleiri myndir hér. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744