Heiðdís Edda valin U17 ára landsliðið í blaki

Landsliðsþjálfarar U17 hafa valið lokahópinn fyrir U17 ára landslið kvenna sem keppir í Köge í Danmörku í næstu viku.

Heiðdís Edda valin U17 ára landsliðið í blaki
Íþróttir - - Lestrar 377

Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir.
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir.

Landsliðsþjálfarar U17 hafa valið lokahópinn fyrir U17 ára landslið kvenna sem keppir í Köge í Danmörku í næstu viku. 

Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir úr Völsungi er í hópnum en Ingólfur Hilmar Guðjónsson og Lúðvík Kristinsson eru þjálfarar liðsins.

Liðið fer út fimmtudaginn 12. september og spilar liðið á föstudegi, laugardegi og sunnudegi.

Liðið kemur heim að kvöldi sunnudagsins 15. september. Nánar um leikina og tímasetningar má finna hér.

Lokahópur U17 kvenna

Gígja Ómarsdóttir, Þrótti Nes
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir, Völsungi
Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal, Vestra
Matthildur Eik Jónsdóttir, Þrótti Nes
Heba Sól Stefánsdóttir, HK
Lejla Sara Hadziredzepovic, HK
Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir, Vestri
Katla Logadóttir, Þrótti Reykjavík
Helena Einarsdóttir, HK
Embla Rós Ingvarsdóttir, Þrótti Nes
Ásdís Rán Kolbeinsdóttir, HK
Margrét Brynja Hlöðversdóttir, BF

U17 ára landsliðið er í lokaundirbúningi þessa dagana og mun liðið spila í Haustmóti BLÍ um helgina í Mosfellsbænum og er á æfingum á föstudag og sunnudag. (bli.is)



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744