Hátíðaropnun Hvalasafnsins sló í gegn

Hvalasafnið á Húsavík bauð til hátíðaopnunar dagana 27. og 28 desember síðastliðinn en það voru einu virku dagarnir milli jóla- og nýárs.

Hátíðaropnun Hvalasafnsins sló í gegn
Almennt - - Lestrar 544

Fanney Bryndís kom ásamt föður sínum Birki Viðars.
Fanney Bryndís kom ásamt föður sínum Birki Viðars.

Hvalasafnið á Húsavík bauð til hátíðaopnunar dagana 27. og 28 desember síðastliðinn en það voru einu virku dagarnir milli jóla- og nýárs. 

Frítt var inn á safnið og höfðu starfsmenn safnsins gert ýmislegt til að gera andrúmsloftið sem jólalegast. Þannig hljómaði jólatónlist úr fuglabjargi safnsins, steypireyðarsýningin var upplýst rauðum litum auk þess sem gestir gátu gætt sér á piparkökum, konfekti og fleira góðgæti. 

Skemmst er frá því að segja að uppátækið sló rækilega í gegn og komu 200 gestir á safnið þessa tvo daga. Mikið var um heimafólk sem hafði ekki heimsótt safnið áður og var mjög ánægjulegt að heyra hversu hrifið það var af sýningunum.

Á heimasíðu Hvalsafnsins segir að gera megi ráð fyrir því að hátíðaropnun sem þessi verði árviss en starfsfólk safnins veit ekki til þess að slík opnun hafi verið í boði áður.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744