Tónleikar - Harmóníkan hljómar í gegnum fjölbreytta efnisskrá

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir frá Húsavík, Kristina Bjørdal Farstad frá Tennfjord í Noregi og Marius Berglund frá Moelv í Noregi hafa öll verið að læra saman

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir frá Húsavík, Kristina Bjørdal Farstad frá Tennfjord í Noregi og Marius Berglund frá Moelv í Noregi hafa öll verið að læra saman á harmóníku í Norges musikkhøgskole.

Þau halda ferna tónleika á Íslandi í sumar. Lagavalið á tónleikunum er mjög fjölbreytt og stiklað er á stóru. Þau munu spila sóló, dúó og tríó verk frá öllum áttum.

Meðal annars munu Marius og Kristina kynna hlið harmóníkunnar í þjóðlagatónlist Norðmanna sem birtist oft á tíðum í allskonar danstegundum. Þessi hlið harmóníkunnar er að mörgu leiti lík þeirri harmóníkumenningu sem hefur verið ríkjandi á Íslandi.

Einnig verður leikin barrokk tónlist, rússnesk sígild harmóníkutónlist, nýlega skrifað skandinavískt tónverk ásamt fleiru. Með þessu munu þau miðla fjölbreyttri harmóníkutónlist og kynna margbrotnar hliðar harmóníkunnar. 

Húsavíkurkirkju                                          Reykjahlíðarkirkju

fimmtudaginn 10. Ágúst                              föstudaginn 11. Ágúst

klukkan 20                                                      klukkan 19                 

                                   

Siglufjarðarkirkju                                       Hannesarholti í Reykjavík

mánudaginn 14.ágúst                                  fimmtudaginn 17. Ágúst

klukkan 19                                                      klukkan 19

Tónleikar

SNE


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744