Hákarlar skornir í vorblíðunni

Þeir voru verklegir félagarnir Óðinn Sigurðsson og Helgi Héðinsson þar sem þeir stóðu í hákarlaskurði ásamt Héðni Helgasyni í vorblíðunni í morgun

Hákarlar skornir í vorblíðunni
Almennt - - Lestrar 383

Hákarlaskurður í vorblíðunni.
Hákarlaskurður í vorblíðunni.

Þeir voru verklegir félagarnir Óðinn Sigurðsson og Helgi Héðinsson þar sem þeir stóðu í hákarlaskurði ásamt Héðni Helgasyni í vorblíðunni í morgun.

Óðinn og Helgi eru með hákarlalínur í flóanum og hefur veiðin verið dræm í vetur. En í gær hljóp á snærið, eða réttara sagt línuna, hjá þeim því fjórir hákarlar fengust á sex króka línu en til veiðanna nota þeir vélbátinn Fram ÞH.

Og í morgun var hafist handa við að skera skepnurnar í beitur og voru þessar myndir teknar við það tækifæri.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Hákarlaskurður á bryggjunni

Alls var afl­inn fjórir há­karl­ar sem þeir fengu á lín­una í  Skjálf­anda­flóa í gær og hér er verið að hífa einn á skurðarborðið.

Óðinn Sig

Óðinn mundar hér sveðjuna á einn hákarlanna.

Helgi Héðinsson

Helgi lætur ekki sitt eftir liggja kominn hátt á níræðisaldurinn.

Héðinn Helga og Heimir Bessa

Heimir Bessa réttir Héðni Helga hjálparhönd við að koma lifrinni í lifrarkarið.

Jón Helgi Brynjúlfsson

Hákarlarnir vöktu athygli innlendra sem erlendra vegfarenda við höfninni og hér virðir Jón Helgi Brynjúlfsson eina skeppnuna fyrir sér íbygginn á svip.

Feðgar að störfum

Feðgar að störfum. Helgi Héðinsson og Héðinn sonur hans.

Hákarlaskurður

Hákarlaskurður í vorblíðunni.

Helgi Héðinsson

Helgi Héðinsson sker lifrina í hæfilega bita.

Héðinn og Óðinn

Lifrin fer í karið en hún er m.a. nýtt sem fóðurauki fyrir sauðfé.

Hákarlaskurður

Há­karl­ana verka þeir fé­lag­ar af sinni al­kunnu snilld og þykir hann lostæti.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744