Hæsta grásleppuvísitala í níu ár

Stofnmæling Hafrannsóknarstofnunar á botnfiski (vorrall) sem nú er nýlokið sýnir rúmlega 40% hækkun stofnvísitölu grásleppu frá því í fyrra.

Hæsta grásleppuvísitala í níu ár
Almennt - - Lestrar 221

Grásleppubátur kemur að. Lj. Þorgeir Baldursson.
Grásleppubátur kemur að. Lj. Þorgeir Baldursson.

Stofnmæling Hafrannsóknarstofnunar á botnfiski (vorrall) sem nú er nýlokið sýnir rúmlega 40% hækkun stofnvísitölu grásleppu frá því í fyrra. 

Vísitalan náði lágmarki 2013 en hefur hækkað tvö ár í röð og mælist nú 9.05, sem er hæsta vísitala í 9 ár (mynd 1).

Þessar niðurstöður eru í samræmi við fréttir af góðum aflabrögðum við upphaf grásleppuvertíðar.

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að heildarafli á vertíðinni 2015 verði 6200 tonn. Það er veruleg aukning frá tillögu fyrir árið 2014 sem var 4200 tonn.

Hlutfall stórrar grásleppu (45-55 cm) er þó áfram lágt, er nú um 7% af fjölda fiska, en var um fjórðungur fiska í hrygningarstofni í upphafi stofnmælingarinnar árið 1985 (mynd 2).

Dreifing grásleppunnar í ralli í ár er austlægari en í fyrra (mynd 3). Merkingar sýna að grásleppan er á töluverðri hreyfingu eftir að hún kemur uppá grunnin og ferðast oft langar vegalengdir áður en hún veiðist. Það er því líklegt að einhver hluti grásleppunnar sem var fyrir Austurlandi og austanverðu Norðurlandi þegar stofnmælingin fór fram muni dreifa sér víðar með ströndinni. (hafro.is)

» til baka


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744