Hćfileikamótun ungra knattspyrnuiđkenda á Húsavík

Fimmtudaginn 17.maí kom Ţorlákur Árnason til Húsavíkur til ađ sjá um Hćfileikamótun drengja og stúlkna fćdd árin 2003 og 2004 af öllu Norđurlandi.

Hćfileikamótun ungra knattspyrnuiđkenda á Húsavík
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 216 - Athugasemdir (0)

Atli Barkarson og Ţorlákur Árnason.
Atli Barkarson og Ţorlákur Árnason.

Fimmtudaginn 17.maí kom Ţorlákur Árnason til Húsavíkur til ađ sjá um Hćfileikamótun drengja og stúlkna fćdd árin 2003 og 2004 af öllu Norđurlandi.

Er ţetta í fyrsta sinn er Hćfileikamótun KSÍ er haldin á Húsavík.

Ţorlákur Árnason er ţrautreyndur ţjálfari sem hefur ţjálfađ í efstu deildum karla og kvenna. Unniđ Íslandsmótiđ í efstu deild kvenna oftar en einu sinni og stýrt yngri landsliđum Íslands bćđi karla og kvenna.

Fimmtudaginn notađi Ţorlákur í ađ skođa bćinn og nćrumhverfi og lét vel af. Um kvöldiđ tóku ţjálfarar sig til og buđu honum í grillkjöt, sem var í bođi Norđlenska. Kćrar ţakkir fyrir ţađ! Eftir matinn fór Ţorlákur yfir starf sitt, Hćfileikamótun, yngri landsliđin og reyndar A-landsliđin líka. Hans sýn á hvernig meta skal hćfileika á ţessum aldri og knattspyrnuţjálfun almennt. Eftir góđa kynningu og frćđslu frá Láka spunnust umrćđur og margar spurningar vöknuđu.

Hann gerđi Völsung og Húsavík ađ umrćđuefni og lét vel af ţví sem hann sá hér. Hann hrósađi starfinu og stefnu knattspyrnunnar hjá Völsungi. Gefum Láka orđiđ:

Mađur finnur hvađ ţetta er sterkt hjá ykkur. Byrjar á meistaraflokki ţar sem spilađ er nćr eingöngu á heimamönnum. Ţetta vita bćđi leikmenn meistaraflokks og yngri flokka.

Síđan er svo skýrt hver „players pathway“ er hjá ungum leikmönnum, ţeir fá smjörţef af meistaraflokki og síđan taka ţeir sitt hlutverk ţegar ţeir eru tilbúnir. Ţetta er ein leiđ til ađ keppa viđ betri ađstöđu höfuđborgarliđa, sem kristallast í fleiri betri leikmönnum, fleiri keppnisleikjum og lengra tímabili í raun. Ţetta gerir ţađ líka ađ verkum ađ ungir efnilegir leikmenn ţurfa ekki ađ fara eitthvađ annađ snemma á sínum ferli.“

Í umrćđum um uppeldi leikmanna og gćđi starfsins fannst honum Húsavík hafa stađiđ sig vel í gegnum tíđina og hafđi ákveđnar hugmyndir um af hverju ţađ vćri:

„Ţá verđur ađ segjast eins og er ađ ţađ er ákveđin fótboltaţekking í bćnum. Hefđ. Hún kemur hugsanlega vegna ţess ađ ţađ er hefđ fyrir ţví ađ Völsungur búi til góđa leikmenn.

Ţiđ vitiđ hvađ er gott, hvađ gćđi eru. Ţetta er ekki alls stađar og oft finnst mér menn ofmeta sína leikmenn í minni kaupstöđum ţar sem menn sjá ekki stóru myndina.

En samskipti mín viđ Völsung sem landsliđsţjálfari hafa alltaf veriđ á ţann hátt ađ félagiđ hefur bara prómótađ sterka leikmenn. Ţiđ hafiđ ekki viljađ senda marga leikmenn í úrtökur til ţess ađ koma fjöldanum ađ. Ég hef mikiđ hugsađ um ţetta. Ţađ ţarf auđvitađ ekki ađ vera ađ ţetta sé lykill ađ árangri en mér finnst eins og ţiđ setjiđ ránna einfaldlega hátt, geriđ kröfur.

Ţannig ađ ţađ er ţekking í félaginu og einnig í umrćđunni í bćnum, fólk veit töluvert um fótbolta. Ţetta er misjafnt eftir félögum og oft er minni ţekking í yngri félögum.

Ţá eruđ ţiđ auđvitađ mjög heppnir međ ţjálfara, ţrír UEFA A ţjálfarar og einn UEFA B ţjálfari ásamt öđrum og eruđ í ţessu af lífi og sál. Einnig held ég ađ í svona litlu bćjarfélagi ţá sé ţađ mikilvćgt ađ hafa einhverja sem geta veriđ í fullu starfi til ađ taka obbann af sjálfbođaliđstarfinu hjá ykkur. Ţá brenna ţeir síđur út sem starfa viđ ţetta.

Í litlum bć ţurfa allir ađ multitaska og ţví mikilvćgt ađ mađur missi ekki gott fólk út.“

Á föstudeginum var Ţorlákur svo međ ćfingarnar í Hćfileikamótuninni. Strákarnir riđu á vađiđ og ţar áttum viđ Völsungar tvo fulltrúa. Ţađ voru Andri Már Sigursveinsson og Jakob Héđinn Róbertsson og stóđu ţeir sig međ prýđi eins og viđ var ađ búast. Ekki skemmdi fyrir ađ Láki fékk Atla Barkarson međ sér sem ađstođarţjálfara en Atli var í U17 ára liđinu sem Láki ţjálfađi og náđi góđum árangri. Strákunum fannst spennandi ađ Atli skildi tala ađeins viđ ţá fyrir ćfingu og hlustuđu međ athygli á góđ ráđ um ţađ hvernig mćtti alltaf bćta sig.

Stelpurnar voru svo á eftir og fengu einnig ađ hitta á Atla fyrir ćfinguna sína. Ţćr voru fjórar galvaskar. Karen Vala Daníelsdóttir markvörđur, Guđrún Ţóra Geirsdóttir, Berta María Björnsdóttir og Sigrún Marta Jónsdóttir. Allar stóđu ţćr sig mjög vel og var Láki heilt yfir ánćgđur međ báđar ćfingarnar. Gaman ađ sjá okkar krakka spreyta sig á ćfingum međ svona sterkum hópi af öllu Norđurlandi.

Eftir góđa heimsókn kvaddi Láki okkur međ góđri gjöf en boltarnir 20 sem hann notađi á ćfingunum skildi hann eftir fyrir okkur. Höfđinglega gert og kunnum viđ Ţorláki Árnasyni bestu ţakkir fyrir góđa heimsókn og gagnlega. /JKG

Hćfileikamótun KSÍ

Hćfileikamótun KSÍ

Hćfileikamótun KSÍ

Hćfileikamótun KSÍ


640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744