Gunn­ar Gíslason nýr fram­kvæmda­stjóri GPG

Gunn­ar Gísla­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmd­ar­stjóri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins GPG Sea­food á Húsa­vík, að því er fram kem­ur í

Gunn­ar Gíslason nýr fram­kvæmda­stjóri GPG
Almennt - - Lestrar 364

Gunnar Gíslason.
Gunnar Gíslason.

Gunn­ar Gísla­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmd­ar­stjóri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins GPG Sea­food á Húsa­vík, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Hann mun hefja störf 1.sept­em­ber og tek­ur því við starf­inu af Páli Kristjáns­syni.

Þar seg­ir að Gunn­ar starfaði áður á fjár­mála­markaði við fjár­mögn­un sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja bæði á Íslandi og er­lend­is. Þá hef­ur hann einnig starfað fyr­ir Sam­skip í Bremen og Sölu­miðstöð hraðfrysti­hús­anna, einnig þekkt sem Icelandic Group, við sölu sjáv­ar­af­urða.

Gunn­ar er með MBA gráðu frá Há­skóla Reykja­vík­ur, BSc í út­flutn­ings­markaðsfræði frá Tækni­skóla Íslands og lög­gilt­ur verðbréfamiðlari.

GPG Sea­food hef­ur höfuðstöðvar á Húsa­vík en jafn­framt starf­semi á Raufar­höfn og Bakkaf­irði. Fé­lagið ger­ir út fjóra báta og eru áhersl­un­ar í fram­leiðslunni salt­fisk­vinnsla, fiskþurrk­un, hrogna­vinnsla og fryst­ing upp­sjáv­ar­fisks. Fé­lagið er í eigu Gunn­laugs Karls Hreins­son­ar sem jafn­framt er stjórn­ar­formaður fé­lags­ins. mbl.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744