Guðrún Huld Gunnarsdóttir mun sjá um Mærdagana í ár

Norðurþing hefur samið við Guðrúnu Huld Gunnarsdóttir um að taka að sér framkvæmd Mærudaga á Húsavík árið 2018.

Guðni, Guðrún Huld og Kjartan Páll.
Guðni, Guðrún Huld og Kjartan Páll.

Norðurþing hefur samið við Guðrúnu Huld Gunnarsdóttir um að taka að sér framkvæmd Mærudaga á Húsavík árið 2018.

Guðrún tekur við keflinu af Guðna Bragasyni sem haldið hefur utan um verkefnið síðastliðin tvö ár með miklum sóma.

Í tilkynningu segir að Guðrún Huld sé Akureyringur og starfar þar hjá fjölskyldufyrirtæki sínu sem er með umboð fyrir Heimsferðir, happdrætti HHÍ, DAS, og SÍBS. Þá er hún einn eiganda dansskólans Steps Dancecenter á Akureyri.

Menntun og reynsla Guðrúnar mun vafalaust nýtast vel við verkefnið en hún hefur numið verkefnastjórnun við HA auk þess að vera grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Einnig er hún ekki ókunn því að halda bæjarhátíðir þar sem að hún starfaði hjá Viðburðarstofu Norðurlands sem hefur haldið utan um framkvæmd „Einnar með öllu“ á Akureyri og Sjómannadaginn svo dæmi séu tekin. 

Guðrún hefst þegar handa við undirbúninginn og eru fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök beðin um að taka vel á móti henni þegar hún knýr að dyrum.

Mærudagar 2018

Á meðfylgjandi mynd frá undirritun samningsins eru Guðni Bragason, Guðrún Huld Gunnarsdóttir og Kjartan Páll Þórarinsson

Mærudagar eru rótgróin bæjarhátíð á Húsavík sem hefur verið haldin síðan 1995.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744