Grasrótarstarfið fer fram á fjarfundum

Í meira en þrjátíu ár hefur framsóknarfólk á Húsavík og nágrenni komið saman á hverjum laugardagsmorgni til að ræða saman um samfélagið sitt og

Grasrótarstarfið fer fram á fjarfundum
Almennt - - Lestrar 281

Framsóknarfólk á fjarfundi í morgun.
Framsóknarfólk á fjarfundi í morgun.

Í meira en þrjátíu ár hefur framsóknarfólk á Húsavík og nágrenni komið saman á hverjum laugardagsmorgni til að ræða saman um samfélagið sitt og stjórnmálin.

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn fara skipulega yfir stöðu mála í sveitarfélaginu einu sinni í mánuði. Auk þess koma þingmenn og ráðherrar í heimsókn. 

Það skipar stóran sess í lífi margra að mæta á slíkan fund viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. 

„Þannig virkar grasrótin og gefur okkur sem störfum á vettvangi stjórnmálanna tækifæri til eiga samtal við fólk á formlegum og óformlegum fundum og það eru allir velkomnir”, segir Hjálmar Bogi Hafliðason, oddviti Framsóknar og félagshyggju í Norðurþingi. 

Að sögn Hjálmars Boga sækja fundina allt að 30-35 manns og því hefur þurft að grípa til þess ráðs í samkomubanni að funda í fjarfundi enda mikilvægt að halda laugardagsfundunum við.

Framsóknarfólk og aðrir fundargestir hafa því haldið í hefðina á tímum Covid-19, komið saman í fjarfundi til að halda áfram að ræða um hvernig gera má samfélagið betra.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744